Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Side 69

Strandapósturinn - 01.06.1978, Side 69
safna liði um Steingrímsfjörð og Strandir og er vitað að margir Steingrímsfirðingar og Strandamenn voru í Örlygsstaðabardaga þó eigi séu nafngreindir. Ásgrímur komst í kirkju í Miklabæ, er flótti brast í liði þeirra Sturlu. Þá er Gissur kom til kirkjunnar, bauð hann Sturlu Þórðarsyni grið, en Sturla áskildi Ásgrím Bergþórsson til griða með sér og var því skjótt játað. Þegar Sturla Þórðarson endurheimti Staðarhól, var Ásgrímur og tveir menn aðrir úr liði Órækju Snorrasonar, sem leituðu sætta um málið við Sturlu, en bændur voru svo ákafir, Snorri úr Skógarnesi og þeir er hraktir höfðu verið í Bjarnarhöfn, að þeir vildu ekki annað en fara til móts við Órækju og máttu þeir Ásgrímur engum málflutningi við koma og riðu brott við það til Órækju og sögðu hvað títt var. Þeir fundust svo á Kambsnesi Órækja og Sturla, með tuttugu menn hvor og þar handsalaði Órækja, Sturlu allar heimildir er hann þóttist eiga á Staðarhóli. Ásgrímur var með Órækju Snorrasyni í aðför að Klængi Bjarnasyni. Þegar átti að vega Klæng að fyrirmælum Órækju, báðu margir honum lífs og griða, en þó mest Ásgrímur Berg- þórsson, en það tjáði ekki og lét Órækja drepa Klæng á annan í jólum árið 1241. Órækja hugði á aðför að Gissuri Þorvaldssyni. Þá kvaðst Ásgrímur vera sjúkur og neitaði að fara með Órækju og kvað hann hafa lítilsvirt orð sín um griðagjöf við Klæng og fór hann vestur á Strandir og flestir hans menn. Þetta var síðasta herferð Ásgríms með Órækju Snorrasyni frænda sínum. Þegar veldi Kolbeins unga hófst, sendi hann flokk manna vestur á fjörðu og skyldu þeir taka eiða af bændum og fóru þeir fyrst í Kaldrananes og tóku eiða af Ásgrími, var hann til þess tregur í fyrstu, en er hann heyrði, að annaðhvort skyldu allir menn vinna Kolbeini eiða á Vestfjörðum, eða sæta afarkostum ella, fór honum, sem öðrum, að hann sá ekki annað ráð en gera eins og beðið var. Þegar Þórður kakali hófst til valda á Vest- fjörðum, sendi hann menn víða í liðsbón, en fór sjálfur norður til Kaldrananess til Ásgríms. Fundust þeir frændur og krafði Þórð- ur Ásgrím til ferðar með sér, kvað honum síst myndi sóma annað en vera í för með sér, fyrst fyrir sakir frændsemi, en það annað, 67

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.