Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 40

Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 40
fjármuni frá æskustöðvunum. Reyndist þetta allt rétt eins og flestum mun kunnugt um er eitthvað þekktu hér til. Kvöldvökurnar á þessum afskekkta sveitabæ voru mjög skemmtilegar. Ég man að stundum kvað afi minn Guðmundur Ólason rímur, svo sem Úlfarsrímur, Grettisrímur, Númarímur o.fl. Svo voru lesnar íslendingasögur og margar aðrar sögur svo sem Piltur og stúlka, Maður og kona og ótal margt annað. En ef til vill eru rökkurstundirnar mér minnisstæðastar, þá hvíldi fólk sig stundarkorn eða fann sér til einhverja skemmtun svo sem að ráða gátur, gefa skip o.fl. Faðir minn var söngmaður með af- brigðum, sagt var að hann hefði verið einn besti bassi þeirra tíma bæði í Eyjafirði og Skagafirði, en það voru þau héruð er hann hafði dvalið mest í. En hvað sem því líður er það eitt víst að honum tókst að fá flest allt heimilisfólkið til að syngja í rökkr- unum og ég held að sé nokkuð það til er nálgast himnadýrð þá sé það söngurinn ekki sist er að baki honum stendur heilt heimili, þá skiptir ekki máli þótt raddirnar hafi ekki verið þjálfaðar 1 söngskóla. Stundum söng pabbi nokkur einsöngslög með sinni fögru rödd, sem mér fannst fylla baðstofuna út í hvern krók og kima og færa hana og alla viðstadda í æðra veldi. Slíkar voru rökkurstundir bernsku minnar og munu mér aldrei gleymast. Og svo voru það húslestrarnir á föstunni, sunnudögum og öllum hátíðum, á meðan á húslestri stóð skyldu allir sitja hljóðir og prúðir og hlusta eftir orði guðs, vinna skyldi og lögð niður á meðan á lestri stóð. Já, þær eru margar minningarnar, sem streyma fram í hugann þegar hugsað er til þessara löngu liðnu daga. Aldrei mun ég gleyma því er ég eignaðist fyrstu skíðin mín, Sörli bróðir minn smíðaði þau úr tunnustöfum og tábrögðin voru úr leðri og negld á og bundin saman ofan á ristinni. Mér fannst Sörli ævinlega geta allt, enda var hann og er með afbrigðum hagur maður og dugnaðurinn eftir því. Kom þetta sér mjög vel, því faðir minn var aldrei heilsuhraustur frá því ég man til mín, enda féll hann frá langt um aldur fram aðeins 55 ára gamall. En áfram snýst tímans hjól. Nú fór brátt að fækka þeim stundum, sem við systurnar áttum í Hjallklettinum, vinnan 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.