Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 75
ekki lá jarðnæðið á lausu. Það er því ekkert furðulegt við það, að
jarðeigendur settu leiguliðum sínum strangar reglur og fyrir-
mæli, þegar þeir skrifuðu handa þeim byggingarbréf fyrir ábúð á
jörð, eða jarðar hluta. Ef leiguliði fullnægði ekki ákvæðum
byggingarbréfsins á allan hátt, var það útbyggingar sök.
Enginn gat fengið jörð eða jarðarpart á leigu nema að taka við
byggingarbréfi. Þegar bóndinn hafði búið á jörðinni þann tíma
sem umsamið var og tekið var fram í byggingarbréfi, varð hann
að fá byggingarbréfið endurnýjað ef hann vildi fá jörðina til
ábúðar áfram. Það kom stundum fyrir (þó ekki oft) að bóndinn
hugðist sitja jörðina áfram án þess að taka við nýju byggingar-
bréfi, en það var brot á lögum og varðaði útbyggingu af jörðinni.
Vel má vera að það hafi stafað af ýmsum orsökum, svo sem, að
bóndinn hafi ekki þekkt lögin og haldið að hann gæti setið
jörðina áfram á sama byggingarbréfi, einnig gat það verið að
hann hafi hvergi vitað um laust jarðnæði og því setið áfram, því
annars beið hans ekkert annað en flosna upp með fjölskyldu sína,
ennfremur að jarðaleiga hafi farið hækkandi en fátækir bændur
áttu oft fullt í fangi með að greiða leiguna.
Þegar bónda var byggt út varð að vera búið að tilkynna
honum það þrem nóttum fyrir nóttina helgu (jólanótt) annars
var útbyggingin ógild og bóndinn sat jörðina við sama bygg-
ingarbréf næsta ár. Útbyggingu tilkynntu stefnuvottar í heyr-
anda hljóði að heimili þess er byggt var út.
Sömuleiðis var það, ef leiguliði hætti búskap á leigujörðinni,
bar honum lögum samkvæmt að hafa sagt jörðinni lausri, skrif-
lega til eiganda fyrir Mikaelismessu, að öðrum kosti bar honum
að greiða eiganda eftirgjaldið (leiguna) fyrir næsta ár. Oftast
mun þó hafa samist friðsamlega um það þó einhver frávik yrðu á
því, svo sem vegna dauða, veikinda eða bóndinn flosnaði upp.
Oftast voru margir, sem biðu eftir því að fá ábúð og því alltaf
hægt að koma jörðinni í leigu aftur. Á öll þessi bréf var sett lakk
og signetsstimpill viðkomandi manna.
Eg set hér orðrétt byggingarbréf frá árinu 1884 og útbygg-
ingarbréf frá árinu 1894.
73