Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 81

Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 81
ennþá haldið í horfinu og ekki ástæða til að ætla að úr hömlum dragist meir en orðið er. Því nær allt efni sem birst hefur í ritinu er unnið upp úr frásögnum Strandamanna og af þeim sjálfum. I framtímanum verður því hægt að sjá þar ýmsar svipmyndir byggðasögunnar og heimildir um menn og málefni, sem ætla má að varpi ljósi yfir margt sem ella mundi í skugga fallið. Strandapósturinn mun nú kveðja dyra á því nær hverju heimili heima í héraði og víða vera heimilisvinur hjá félögunum hér syðra. Fyrsti árgangur ritsins hefur nú verið endurprentaður þar sem upplag hans var þrotið — og mjög lítið er til af II. og III. árg. Einn mikilsverður þáttur í starfsemi átthagafélagsins er söng- sveitin, sem nú hefur starfað um nokkur ár undir öruggri stjórn og leiðsögn Magnúsar Jónssonar frá Kollafjarðarnesi. Þessi sveit hefur verið mikill gleðigjafi fyrir fólk sem sótt hefur samkom- urnar og átt mikinn þátt í samheldni félagsins. Það er ekki ætlun mín að tína hér til ellegar gera mannjöfnuð milli þeirra sem staðið hafa að stjórn Átthagafélags Stranda- manna. Ég held að þar hafi hver sem til var kallaður unnið svo vel sem hann best kunni. Lengst hefur Haraldur Guðmundsson frá Kollá verið stjórn- arformaður og ef segja mætti, að einhverjir öðrum fremur hafi sett svip sinn á lífsmót þessa félags eru það þau mæðgin Har- aldur og Guðrún dóttir hans. Þegar litið er um farinn veg — einn aldarfjórðung — verður kannski ekki sagt að stór afrek hafi verið unnin. Félagið á engan Bjarkarlund og enga búð. I upphafi byggðist starfsemin á því að viðhalda og auka hug- læg tengsl milli fólks sem á sameiginlega átthaga. Þetta hefur tekist — og það sem meira er — æskan, ungt fólk af sama meiði hefur bæst í hópinn, vaxið upp í félagslegum samhug og ef til vill skynjað sína ættarbyggð í öðru ljósi en ella mundi. Það er því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.