Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Side 81

Strandapósturinn - 01.06.1978, Side 81
ennþá haldið í horfinu og ekki ástæða til að ætla að úr hömlum dragist meir en orðið er. Því nær allt efni sem birst hefur í ritinu er unnið upp úr frásögnum Strandamanna og af þeim sjálfum. I framtímanum verður því hægt að sjá þar ýmsar svipmyndir byggðasögunnar og heimildir um menn og málefni, sem ætla má að varpi ljósi yfir margt sem ella mundi í skugga fallið. Strandapósturinn mun nú kveðja dyra á því nær hverju heimili heima í héraði og víða vera heimilisvinur hjá félögunum hér syðra. Fyrsti árgangur ritsins hefur nú verið endurprentaður þar sem upplag hans var þrotið — og mjög lítið er til af II. og III. árg. Einn mikilsverður þáttur í starfsemi átthagafélagsins er söng- sveitin, sem nú hefur starfað um nokkur ár undir öruggri stjórn og leiðsögn Magnúsar Jónssonar frá Kollafjarðarnesi. Þessi sveit hefur verið mikill gleðigjafi fyrir fólk sem sótt hefur samkom- urnar og átt mikinn þátt í samheldni félagsins. Það er ekki ætlun mín að tína hér til ellegar gera mannjöfnuð milli þeirra sem staðið hafa að stjórn Átthagafélags Stranda- manna. Ég held að þar hafi hver sem til var kallaður unnið svo vel sem hann best kunni. Lengst hefur Haraldur Guðmundsson frá Kollá verið stjórn- arformaður og ef segja mætti, að einhverjir öðrum fremur hafi sett svip sinn á lífsmót þessa félags eru það þau mæðgin Har- aldur og Guðrún dóttir hans. Þegar litið er um farinn veg — einn aldarfjórðung — verður kannski ekki sagt að stór afrek hafi verið unnin. Félagið á engan Bjarkarlund og enga búð. I upphafi byggðist starfsemin á því að viðhalda og auka hug- læg tengsl milli fólks sem á sameiginlega átthaga. Þetta hefur tekist — og það sem meira er — æskan, ungt fólk af sama meiði hefur bæst í hópinn, vaxið upp í félagslegum samhug og ef til vill skynjað sína ættarbyggð í öðru ljósi en ella mundi. Það er því

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.