Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 17
3. Björn Sveinsson, Finnssonar á Fellsenda og síðar í Hundadal í
Miðdölum. Byrjaði búskap í Asparvík. Bóndi á Kaldrananesi
1852 til 1856 og aftur frá 1861 til 1876. Bjó þess í milli á
Melum í Árneshreppi. Fór til Vesturheims 1876. Kona hans
var Guðrún Guðmundsdóttir frá Kaldrananesi, Guðmunds-
sonar. Meðal barna þeirra voru Arndís, átti Guðmund Guð-
mundsson á Grænanesi. Dóttir Björns með Sigurlaugu Jóns-
dóttur úr Árneshreppi, var Sigríður kona Sigurðar Guð-
mundssonar á Grænanesi.
Bjarnarnes.
Þar bjó Björn Björnsson, Jónssonar í Hvítuhlíð. Bjó í Hlíð í
Kollafirði 1828—1836. Bóndi á Bjarnarnesi 1836 til 1874. Kona
hans var Kristín Jónsdóttir frá Snartartungu, Jónssonar. Meðal
barna þeirra voru Ingibjörg og Valgerður, fyrri og seinni konur
Ölafs Jónssonar á Bakka og Sigríður móðir Kristbjargar í
Öfeigsfirði.
Bœr.
Þar bjó Sigurður Gíslason, Sigurðssonar (ríka). Bóndi í Bæ frá
1856 til 1883. Fór til Vesturheims ásamt fjölskyldu sinni, kom
aftur heim. Kona hans var Guðrún Jónsdóttir frá Hlíð á Vatns-
nesi, Sigurðssonar. Hún fór til Vesturheims aftur, að manni
sínum látnum og fimm börn hennar fóru með henni.
Drangsnes.
Þar bjó Guðmundur Guðmundsson, Guðmundssonar á Kald-
rananesi. Byrjaði búskap í Kálfanesi 1855. Bóndi á Drangsnesi
1860 til 1883. Bjó síðan á Kaldrananesi. Var trésmiður. Kona
hans var Guðrún Benediktsdóttir frá Marðareyri, Jónssonar.
Meðal barna þeirra voru Anna kona Gests Loftssonar á Eyjum,
Guðrún kona Jóhanns Jónssonar á Kleifum á Selströnd og
15