Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 49

Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 49
Jóna Vigfúsdóttir: Jónki og Jóka Fyrir eða um aldamótin voru þau hjón í Bitrufirði sem sagt er hér frá, og móðir mín talaði oft um. Ekki nefni ég þau hér vegna neinna afreka annars vegar né afkáraháttar hins vegar, þótt þau væru að ýmsu leyti frábrugðin venjulegu fólki. Hún hét Jóhanna og var ævinlega kölluð Jóka en hann Jón og kallaður Jónki að þeirrar tíðar sið. Bæði voru þau lítilla sanda og ólust upp á hrakhólum. Svo hafa þau verið í vinnumennsku og lent af tilviljum á sama bænum eins og oft vildi verða. Ekki leist mönnum svo á, að Jónki og Jóka gætu séð fyrir sér sjálf og var því heldur lagst á móti þessu hjónabandi af hrepp- stjórn og ráðandi mönnum. Varð Jóku oftlega rætt um þann ójafnað sem þeim hjúum var sýndur. „Því skyldum við Jón minn ekki mega gifta okkur eins og aðrir, búa eins og aðrir og eiga börn eins og aðrir?“ Menn féllust á þessi auðskildu rök og nú var farið að búa til brúðkaups. Jóka sá um veislukostinn með hjálp húsbænda sinna en Jónki keypti brennivínspela. Nú var þetta að vorlagi og veður köld eins og gerist. Var oft hrollur í Jónka, þegar hann kom inn frá því að norpa yfir lamb- fénu. Hvarf þá brúðarefnið oft til síns heittelskaða með pelann og gaf honum bragð. „Súptu á aftur, góði, ég bæti í aftur.“ Mun hún í hvert sinn hafa fyllt pelann aftur með vatni og var það haft á orði að ekki mundi mjöðurinn hafa svifið á neinn til skaða í brúðkaupinu. Þau hjónin voru svo í húsmennsku á bæjum í sókninni og undu hag sínum vel. Mikla elsku báru þau hvort til annars og 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.