Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 55

Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 55
vinstri, hring eftir hring. En sönglögin eru allfjölbreytt og fjörleg, og efni ljóðanna er um ævintýrapersónur og um forna kappa, færeyska og íslenska, og um eitt og annað úr þjóðsögum Færey- inga. Ég horfði og hlustaði hugfangin á dans og söng hinna fær- eysku gesta. En hvað var einkum svo heillandi við þessa skemmtun þeirra? Ég skildi ekki þá, í hverju þetta fólst, en síðar hefur mér skilist, hversvegna færeyskur dans er þeim (eða var) ómissandi þáttur í lífi þeirra: Dansinn og söngurinn er þeim samstillingaratriði. Það er eins og þeir magnist æðra afli, gleði þeirra eykst, svo að ljómar af þeim, þeir gleyma stund og stað og geta haldið áfram að dansa og syngja klukkustundum saman, án þess að þreytast og án þess að láta sér leiðast. Þeir stíga dansinn samstilltir, eins og væru þeir einn maður. Og gleðin í svip þeirra og augum virðist aukast, því lengur sem þeir dansa. Er ég margsinnis horfði á færeysku sjómennina á Djúpuvík, syngja og dansa langtímum saman, heillaðist ég af þessari gleði þeirra og undraðist hana og skildi ekki til fulls orsakir hennar. En eftir að ég síðar hef kynnst kenningum dr. Helga Pjeturss um samstillingu og magnandi lífgeislan frá öðrum stjörnum, held ég að skýringin sé á þessa leið: Skipverjar á færeysku fiskiskipi voru langtímum saman á sjónum, í e.k. þröngum heimi, út af fyrir sig. Þeir hafa líklega verið allvel samrýmdir hversdagslega. Þegar í land kom (á Djúpuvík í þessu tilviki) gátu þeir samstillst í sínum þjóðlega dansi, og þeir hafa þekkt samstillandi áhrif hans frá heimalandi sínu. Eftir því sem samstilling þeirra jókst með söng og dansi, hafa þeir fengið nánari sambönd við lengra komna vini á öðrum stjörnum, bæði við fornmenn þá, sem þeir sungu um og dáðu, og við enn aðrar verur á framfarabraut. Vegna samstillingar sjálfra þeirra samstilltust þeir æðra aflsvæði á öðrum hnetti eða hnött- um, og nutu þaðan aukinnar lífmagnan, aukinnar gleði og auk- ins þróttar, meðan á dansinum stóð og vafalaust miklu lengur. í Færeyjum hefur þessi þjóðlegi dans og söngur verið iðkaður um aldir, og verið færeyskri þjóð lífsnauðsyn til að þola erfið kjör og erlenda áþján. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.