Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 25
Jóhannes frá Asparvík:
Skógerð
Eitt af vandamálum heimilanna áður fyrr var skógerðin. Þá
fengust ekki tilbúnir skór og varð að framleiða þá á heimilinu.
Þetta var allmikið starf þar sem margt fólk var í heimili. Oftast
voru skórnir búnir til úr húðum af stórgripum og sauðskinnum,
ennfremur úr selskinnum. Þar sem fólk var misjafnlega stórfætt,
varð að sérsníða efnið eftir því sem við átti og var efni í hverja skó
kallað skæði.
Þegar átti að búa til skó, voru skæðin tekin, lögð saman
langsum á helming og tekið smá skarð eða kría í miðjuna á
hvorum enda, þetta var gert til þess að ekki kæmi tota fram og
aftur úr skónum þegar búið var að sauma hann, saumar á tá og
hæl voru alltaf gerðir á röngunni á skinninu og varpað yfir
brúnirnar á skinninu, saumgarn var úr þrinnuðu fínt spunnu
togbandi, síðar var hampþráður notaður þegar til hans náðist,
hann þótti betri í meðförum. Þegar búið var að gera saum á hæl
og tá, var tekinn togþráður, renndur margfaldur saman og
skórinn verptur með varpanál, voru þá barmar skæðisins dregnir
saman, svo að skórnir féllu sem best að fætinum. Þegar meira var
viðhaft og um spariskó var að ræða voru skórnir bryddaðir, var
23