Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 38

Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 38
þessum efnum. Væri um einhver þau málefni að ræða sem mér þóttu alvarlegs efnis leitaði ég til mömmu, því mér fannst þau heyra henni til, en allt það er heyrði undir hversdagslega önn og amstur fór ég með til Stínu, svo sem ef ég þurfti að klaga stelpurnar. Ekki var Stína hrifin af því, en rak mig út aftur og sagði mér að ég ætti að geta borgað fyrir mig sjálf. Einhverjum þykir þetta kannske undarleg siðfræði, en oft hef ég hugsað um það síðar að Stína mín með alla sína löngu og ströngu lífsbaráttu að baki hefur auðvitað óskað þess að ég vendi mig á að komast mína leið í lífinu upp á eigin spýtur án þess að þurfa alltaf að hengja erfiðleika mína á aðra, því vart mun henni hafa verið mikið hjálpað á erfiðustu stundum ævi hennar. Eitt var það verk meðal annarra, sem Stína mín hafði mestan veg og vanda af, en það var að bæta og staga allt skótau heima- manna, eru mér margar stundir vel í minni frá því er hún sat við þessa iðju sína, oftast voru allir komnir í rúmið er hún hófst handa við þetta verk. Væri þetta að vor- og sumarlagi sat hún alltaf við baðstofugluggann, sem var rétt hjá rúminu okkar til að njóta sem best birtunnar. Fólkið í baðstofunni stofnaði fast hvað af öðru þreytt eftir dagsins önn, en ég vakti. Oft leit þá Stína mín til mín og strauk sinni hlýju hendi um vanga minn og sagði mér að fara að sofa. Já já, bráðum Stína mín, svaraði ég, en var alráðin í að gjöra það ekki fyrr en Stína kæmi að hátta. Sýnir þetta best hversu fólk er mismunandi kvöld- og morgunsvæft, strax svona lítilli þótti mér gaman að vaka á kvöldin ef ég hafði einhverja ástæðu til, en átti alltaf bágt með að vakna á morgn- ana og er svo enn í dag. Þegar svo Stína mín loksins hafði lokið þessum skóviðgerðum og var komin í rúmið bauð ég henni góða nótt og sofnaði sætt og vært. A þessum þöglu kvöldstundum þegar aðrir sváfu myndaðist eitt tryggðabandið okkar, því þrátt fyrir allt fann ég að Stínu þótti vænt um að ég vakti eftir henni. Líklega hef ég verið sex til átta ára gömul, þegar Stína mín losnaði frá þessu leiða embætti, en þá tók gúmmískófatnaður að ryðja sér til rúms og var Sörli Ágústsson hálfbróðir minn fljótur að nema þá iðn að búa til gúmmískó og bjó til þennan skófatnað á allt heimilisfólk í Kjós eftir það. Alltaf var nægilegt verkefni 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.