Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 50
sagði móðir mín, að mörg hjón sem meira höfðu til brunns að
bera, hefðu mátt minnkast sín gagnvart ást þeirra og tryggð.
Þótt þau væru alla tíð annarra hjú, höfðu þau sitt sér og
eignuðust ýmsa nýta hluti, eins og sést á því sem Jóka sagði,
þegar hún heyrði að fyrri heimsstyrjöldin væri skollin á:
„Ef bölvaður þýskarinn kemur, þá set ég mig bara með allt
mitt í mógrafirnar hérna. Þá fer fyrst eldamaskínan mín, þá
saumamaskínan mín, þá Jón minn og ég strax á eftir.“
Einhver sagði þá að vonandi þyrfti ekki að gera slíkri ógn
skóna:
„Ojú, jú, þeir gera það, og þá verða þeir ekki lengi að stúta
þessu skeri.“
A seinni árum þeirra hjóna var farið að leggja nýja og betri
vegi og var Jónki einn þeirra, sem komst í þá vinnu. Einhvern
tíma fóru óhlutvandir gárungar að talfæra það við Jóku að
Jónka myndi nú verða hált á svellinu hjá blómarósunum norður
á Ströndunum, þær væru ábyggilega bálskotnar í honum, og
vissara væri fyrir hana að líta vel eftir honum. Jóka þagði við
lengi vel, en sagði þó að lokum hálfgrátandi: „Það getur nú svo
sem fleirum litist vel á lífsblómið mitt en mér.“
Þá skömmuðust þeir sín fyrir þennan ljóta leik, en gátu þó ekki
gert að sér að hlæja, er þeir heyrðu þennan ókræsilega vegakarl
kallaðan „lífsblómið“.
48