Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 39

Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 39
fyrir okkur litlu systurnar í Kjós við leik og störf, stundum heillaði fjaran og við týndum krækling og steiktum hann á eldavélinni og borðuðum með góðri lyst, hörpudiskar, kúskeljar og kuðungar voru líka vel þegnir. En lengst og mest undum við okkur í svokölluðum „Hjallkletti“, nokkuð neðarlega í Kjósar- túni (nú alveg við veginn). Þar var óþrjótandi verkefni að hafa, enda var þetta okkar aðal bú, búið samanstóð úr tveimur hval- beinum, annað sem stofuborð hitt sem eldhúsborð, heilmiklu af glerbrotum, sem voru sorteruð eftir fegurð og gæðum, gömlum Kogara (eða olíuvél) ónýtum pottum, leggjum og skeljum, svo höfðum við orgel, það var járnbútur ekki ólíkur orgeli í laginu og börðum við svo í hann með góðum steinum eða gömlum hamri. Herbergjaskipan var í klettinum, eldhús, stofa, kontór, og síma- klefi, en þar var síminn gömul löpp af eldavél, glerbrotin voru þvegin og pússuð og öllu raðað í klettaskorurnar, var þetta allt svo snyrtilegt, að oft var kletturinn sýndur gestum einkum kon- um og var þá híbýlunum óspart hrósað, á haustin var svo gengið frá búslóðinni í trékassa, þar sem hún beið næsta vors. Alla tíð munu mér verða þessir yndislegu útivistardagar ógleymanlegir, eins og reyndar svo margt fleira frá hinum ljúfu dögum bernsk- unnar. Kjósarheimilið var frá því ég man til mín alltaf mannmargt og glatt heimili, aldrei mátti blóta þar innanhúss, um það voru mamma og pabbi samtaka. Ég var altalandi mjög ung eða víst rúmlega tveggja ára, lærði ég mjög fljótt kynstrin öll af vísum og kvæðum, mun Símon Ágústsson hálfbróðir minn hafa átt drjúgan þátt í því. Hann lét mikið með mig og var það gagn- kvæmt. Ég kallaði hann „Ammon“, og saknaði hans mjög fyrst eftir að hann fór að heiman þá 18 ára gamall, man ég vel að ég heyrði föður minn og móður oft þá og síðar ræða mikið um það hversu sárt það væri að geta ekki stutt hann peningalega, en pabbi sagði þá, að hann setti allt sitt traust á að koma honum í kynni við sinn góða vin Baldur Sveinsson ritstjóra Vísis, því sá öðlingsmaður væri Baldur, að ef til vill yrðu kynni Símonar við hann þyngri á vogarskálunum en þótt hann færi með meiri 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.