Strandapósturinn - 01.06.1978, Blaðsíða 29
endana undir hnútinn svo hann rynni ekki sundur. í skinnsokk-
ana að ofan var dregin mjó reim úr eltiskinni eða öðru efni, þegar
verið var í þeim voru þeir dregnir saman neðan við hnéð og
reimin bundin að framan og hélt það þeim uppi.
Við skinnsokkana voru notaðir svokallaðir „sjóskór“. Þeir
voru búnir til úr einhverskonar leðri, og var það innflutt. Þetta
leður var mjög gróft og nokkuð hart og held ég að því hafi aldrei
verið gefið íslenskt nafn, ég heyrði það kallað „Bereftleður“.
Sjóskórnir voru þannig útbúnir, að yfir ristina var reim líkt og
skóreim dregin í gegnum göt í leðrinu, en framan við reimina var
stórt op á skónum að aftan var þeim fest saman með reim og
neðan við hana var stórt op eins og að framan, þessi op voru til
þess að vatnið gæti runnið óhindrað og sem fljótast úr skónum,
bönd voru fest í hælinn á skónum og bundin fram yfir fótlegg-
inn, en reimin var eins og ristarbönd og voru skórnir festir á
fótinn að framan með þeim.
Sjóskór voru líka notaðir við skinnbrækur, en skinnbrækur
voru saumaðar úr sama efni og á sama hátt og skinnsokkar. Til
að halda skinnsokkum mjúkum var borið á þá lýsi og sett á þá
farg, þvínæst voru þeir þurrkaðir og voru þá troðnir út með heyi.
Sama aðferð var höfð við skinnbrækur og mun af því dregið
orðið „Heybrók“.
Þegar gat kom á skinnsokk, var tekin lítil og þunn tréplata,
hún var skorin hringlaga og gerð rauf i röndina allan hringinn,
þvínæst var henni stungið í gatið á skinnsokknum, sem hafði
verið bleyttur áður, rendurnar á gatinu voru teygðar vel upp
fyrir skoruna í plöturöndinni og bundið vel að, við það varð
skinnsokkurinn vatnsheldur aftur, en óhrjálegur fótabúnaður
myndi það þykja nú á dögum að sjá mann í margbættum
skinnsokkum. Sama aðferð var notuð við skinnbrókina ef gat
kom á hana, það skal tekið fram, að þessi viðgerð var viðhöfð ef
götin voru lítil, ef um stærri göt var að ræða voru þau bætt með
eltiskinnsbót og hún saumuð föst með sömu aðferð og notuð var
við að sauma skinnklæði.
Ekki má gleymast að geta um tréskóna. Faðir minn smíðaði
tréskó á okkur krakkana, þeir voru að sumu leyti líkir nútíma
27