Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Side 70

Strandapósturinn - 01.06.1978, Side 70
hversu mjög Sturla bróðir minn upphóf þig og svo hið þriðja, hversu þú varst við alla hrakninga á Örlygsstöðum og sást lát frænda þinna og þeirra manna, sem þér mun aldrei úr hug ganga. Ásgrímur varðist marga vega og kænlega og kom lagagrein fyrir sig, því að hann var forvitri, fyrst með eiðum þeim, er hann hafði svarið Kolbeini, þá sagði hann, sem satt var, að hann sat í næsta lagi við Norðlendinga til að vera í fjandskap við þá. Dró Ásgrímur svo sitt mál um síðir, að hann lézt hvergi fara mundi. Þá átti Þórður tal við aðra bændur. Drógu allir sig undan, þegar þeir vissu að Ásgrímur myndi heima sitja. Ásbjörn hét maður Guðmundsson smiðs Salomonssonar. Hann var einhleypur og vaskur maður. Eigi var hann ættstór. Hann var við samtal þeirra Ásgríms og Þórðar. Hann gekk fyrir Þórð og mælti. Hverju sætir það, að þú kveður enga menn aðra til ferðar þessarar, en bændur? Viltu eigi aðra nýta? Ég vil bjóðast til ferðar með þér og ætla að vera þér meiri en einn bóndi. Fá þú mér sveit manna og mun ég reyna að krefja bændur til fylgdar við þig. Þórður tók þessu vel og fékk Ásbirni níu menn og kallaði þá gesti. Fór þá Ásbjörn út eftir Steingrímsfirði, voru þá flestir bændur burtu af bæjum sínum og höfðu farið í felur. Höfðu þeir heyrt kvitt af þessari ráðagerð kvöldið áður. En þeim er heima voru, var öllum þröngvað til að ganga í lið með Þórði. Fór Ásbjörn þar til er hann kom í Húsavík. Högni hét bóndi er þar bjó, var hann í brottu. Ásbjörn tók konu hans og hafði með sér og ætlaði að bændur myndu eftir ríða og myndi hann þannig ná fundi þeirra. Högni fékk njósn af, að kona hans var í brott tekin og fór eftir þeim Ásbirni við fjórtánda mann. Fundust þeir við heygarð nokkurn. Beiddi Högni þá, að Ásbjörn vildi láta lausa konu hans, en Ásbjörn bað þá fara með sér og færi húsfreyja þá heim. Bændur vildu það eigi og sögðu hann annars maklegan. Þá skaut Ásbjörn spjóti að Högna og fékk hann sár mikið og banvænt, en ekki varð að þeir berðust og fluttu bændur Högna heim. Á Jónsmessukvöld fyrir Flóabardaga 1244, er Þórður lá á skipum sínum undir Árnesey (Trékyllisey), kom Ásgrímur til 68

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.