Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Side 60

Strandapósturinn - 01.06.1978, Side 60
Eg varpaði öndinni mæðulega, en minntist þá þess er pabbi hafði sagt einhvern tíma: „Þeir, sem dugur er í, kvarta aldrei.“ „Ég skal ekki kvarta, pabbi minn,“ sagði ég, og kleif rösklega upp síðasta brattann. Eg sá ofan á kýrnar af leitinu og fannst þá snöggvast að ég hefði gjarnan viljað þær lengra í burtu, svo ég gæti sagt að í mér væri einhver dugur. En allt í einu hrökk ég saman í hnút. Það barst neyðaróp að eyrum mínum. Hljóðið kom frá kúnum og mér flaug undireins í hug hann stóri boli. Eg greikkaði sporið og bráðum sá ég allan hvamminn sem kýrnar voru í. Boli velti einhverju á undan sér fram og aftur um balann og þaðan kom hljóðið. Eg ætla ekki að lýsa skelfingu minni þegar ég sá að þetta var átta ára gamall drengur frá næsta bæ. Mér kom fyrst til hugar að hlaupa heim og sækja pabba, en sá undir eins að það þýddi ekki neitt, boli yrði sjálfsagt búinn að tæta sundur drenginn áður en sú hjálp kæmi. Eg tók þvi það ráð að vaða að bola og reyna hvað ég gæti með svipunni. I fyrstu var sem boli hrykki við. Hann sleppti drengn- um, sneri sér að mér og hristi hausinn ógurlegur og myrkur á svip. Þá hefði ég líklega átt að berja hann í hausinn, en til þess skorti mig hugrekki. Ég gerði því ekki annað en garga og slá um mig með svipunni. En boli var í þeim ham að hann gat skoðað það sem storkun, enda réðist hann á mig, ég valt undireins um koll og missti svipuna. Og nú var það ég, sem var leikhnöttur hans bola fram og aftur um völlinn. Það var furða hvað hann meiddi mig lítið og þó fannst mér hann henda mér áfram með haus og löppum. Loks bar okkur að háu barði og þá tók mig fyrst að verkja undan honum, er hann hnoðaði mig við barðið. Og ég hrópaði: „Góði guð í himninum hjálpaðu mér, hjálpaðu mér!“ Og ég gaf upp alla vörn. í sömu svipan hætti boli að hnoða mig. Eg skreiddist því á fætur. En nú varð mér litið til bola, hann hafði labbað til kúnna og var hjá þeim á meðan ég skreiddist burtu. Ég var afskaplega stirð og verkjaði sáran í hægri mjöðmina. En við bola var ég ekki hrædd lengur. Ég var viss um, að guð hafði hjálpað mér og hann myndi varðveita mig. 58

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.