Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1978, Síða 63

Strandapósturinn - 01.06.1978, Síða 63
S.G. 14 ára: Á tækniöld, árið 2020 Nú er ég búin að lifa í 60 ár. Margt hefur breytzt síðan á mínum ungdómsárum. Tæknin er orðin alveg gífurlega mikil. Vélar eru notaðar við næstum því alla hluti. Fólk þarf lítið að gera á sínu eigin heimili, nema að ýta á takka. Þetta er þægilegra líf en í gamla daga, því neita ég ekki, en samt sem áður sakna ég gömlu áranna. Heima er allt sjálfvirkt, á morgnana vakna ég við það, að rúmið, sem ég stillti inn á ákveðinn tíma kvöldið áður, lyftir mér upp og ég fer á einskonar færibandi inn í sjálfvirka sturtu, þaðan á færibandi inn í lítið herbergi þar sem ég klæði mig, því næst fer ég að matarvélinni, þrýsti þar á takka, sem á stendur „Morgun- verður“. Þegar ég hef borðað morgunverð, fer ég í kápuna, sem lyftist af herðatrénu og ég þarf bara að rétta út handleggina og stinga þeim í ermarnar. Þá fer ég á þotunni minni, sem að sjálfsögðu er einkaþota bara fyrir tvo, til vinnunnar og að sjálf- sögðu skiptir ekki miklu máli hvar maður er búsettur, því þotan er fljót í ferðum. Eg fer til vinnu á hverjum morgni. Ég sezt við skrifborð og þrýsti á takka hér og þar, allt er sjálfvirkt. Eyðublöð koma á færibandi inn á skrifborðið til mín, ég stilli sérstaklega útbúna vél á skrifborðinu og set eyðublöðin í hana, stilli svo tölvuna, þrýsti á takka og allt fer í gang. Eyðublöðin koma útfyllt úr vélinni, og ég læt þau á annað færiband, sem flytur þau inn á næstu skrifstofu, þar sem önnur stúlka tekur á móti þeim til frekari fyrirgreiðslu. Ég fæ vel borgað fyrir þetta, en einhvernveginn kynni ég betur við, að vinna fjölbreyttari vinnu og fá kaup í samræmi við það. 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.