Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1993, Side 41

Strandapósturinn - 01.06.1993, Side 41
hákarlaskip víðsvegar að úr sýslunni, auk smærri fiskibáta, er heimamenn áttu. Þessi mikla sókn í hákarlinn byggðist á því, að lýsið, sem fékkst úr lifur þessarar skepnu, var verðmæt og eftirsótt útflutningsvara, en sjálfur hákarlsskrokkurinn var hirtur sem aukaafurð og verkaður til manneldis. Meðan á vertíðum stóð var mannmargt á Gjögri og ekki annar staður fjölmennari í sýslunni. Skipshafnirnar höfðust við í sjóbúð- um, sem flestar voru kenndar við þá bæi, er höfðu þær til afnota, t.d. Broddanesbúð og Fellsbúð fyrir skipverja úr Kollafirði, Hellubúð, Kleifabúð og Húsavíkurbúð fyrir áhafnir úr Stein- grímsfirði, o.s.frv. Þessar vistarverur voru torfbæir með h.u.b. 20 m2 svefnlofti þar sem 9 menn nutu næturhvíldar í 5 rúmum. Aðeins formaðurinn naut þeirra þæginda að sofa einn í rúmi. En reyndar voru svona þrengsli ekki fátíð fyrr á tímum, því að víða í sveitum var algengtjafnvel fram undir miðja tuttugustu öldina að tveir menn deildu með sér einu rúmi. Geta má nærri, að oft hefur verið glatt á hjalla hjá Gjögrurum í landlegum, þar sem svo margir ungir og harðfrískir menn voru samankomnir. Þegar brugðið var á leik var glíman sú íþrótt, sem mest var iðkuð. Bættu margir leikni sína í þeirri grein og voru orðnir liðtækir glímumenn eftir eina vertíð. Sumir lásu bækur sér til skemmtunar eða stunduðu sjálfsnám í tómstundum sínum. Heyrst hefur, að einn sjómaðurinn1' hafi um skeið fengist við enskukennslu í landlegum og er gaman að gera sér í hugarlund, hvernig óhrjáleg verbúðin breytist allt í einu í skólastofu og skeggjaðir og veðurbarðir sævíkingar í fróðleiksfúsa nemendur. En sjómannalífið var sannarlega enginn leikur hjá þeim, sem stunduðu hákarlaveiðar í gamla daga á opnum bátum. Róið var út á Húnaflóa og legið sólarhringum saman við stjóra fyrir opnu hafi. Það var kaldsöm vist að vetrarlagi, sem reyndi bæði á þrek og úthald manna. Veðrabrigði urðu oft snögg og þar sem heimsigl- ingin af miðunum gat tekið langan tíma kornust menn stundum í 11 það var Benedikt Guðbrandsson frá Smáhömrum, er lært hafði í Möðruvalla- skóla. Hann fór síðar alfarinn til Ameríku. 39
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.