Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1993, Blaðsíða 83

Strandapósturinn - 01.06.1993, Blaðsíða 83
Búrfellsvatn, sem komast þurfti yfir þannig að leiðin væri sem styst. Niður að vatninu, sem var ísilagt, lá brött brekka og var Guðmundi falið það hlutverk að kanna brekkuna og styrkleika íssins. Að fengnu merki frá Guðmundi lagði jeppinn af stað ofan brekkuna og komst þetta heilu og höldnu. Seinna sagði Guð- mundur að ónot hefðu farið um sig þar sem hann stóð og sá eingöngu ofan á þak jeppans í staðinn fyrir framan á hann þar sem brekkan hafi verið það brött. Að vatninu slepptu tók við leið sem lá austan megin við Búrfell og var hún svo um munaði grýtt, alauð og eintóm holt og melar. Þarna mátti greinilega lesa í svip Hávarðar miklar efasemdir um ferðalagið í heild sinni og áhyggjur af því að jeppinn góði og nýi væri að liðast sundur og yrði því sóttur í pörtum eftir að snjóa leysti um sumarið. Þar sem við hossuðumst eftir þessum grýttu melum sáum við vel niður í Reykjarfjörð og Húnaflóa og þá blasti við okkur eftirminnileg sjón: Reykjarfjörður og Húnaflóinn voru fullir af ís svo langt sem augað eygði og hvergi vök að sjá. Um var að ræða endalausa breiðu, sem teygði sig í norðaustur, en landið skar sig úr dökkt og mikilúðlegt og hopaði hvergi fyrir þessum landsins forna fjanda. Frá ísnum andaði ótrúlega köldu og komu þá kaupfélagsúlpurnár og ullarsokkarnir sér vel, eins og reyndar oftar í ferðinni. Norðan við Búrfell var komið að brattri brekku, sem komast þurfti niður eins og áður. Efst í brekkunni hafði myndast mikil snjóhengja sem jeppinn varð að fara fram af ef ferðin átti að geta haldið áfram. Hengjan var laus í sér og slútti mjög fram og töldu því sumir það vænlegri kost að reyna að krækja fyrir hana, senni- lega minnugir máltækisins, að betri sé krókur en kelda. Kom þarna til kasta Páls að leysa málið og niðurstaðan varð sú, að niður brekkuna yrði að fara. Ekki var því þörf á frekari umræðum og jeppanum ekið á fullu út á hengjuna, eins langt og hann komst, þar til hann lagðist á magann rétt við brúnina og sat þar fastur. Hávarður kom nú hlaupandi til mín og sagði: „Ég hélt að þú ætlaðir fram af brúninni á þessari líka ferð.“ Ég fullvissaði hann um að það hefði aldrei verið ætlunin, enda var mér umhugaðra um líf mitt og limi en svo. Vaskir félagar brugðust skjótt við og 8f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.