Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1993, Blaðsíða 97

Strandapósturinn - 01.06.1993, Blaðsíða 97
um græsku, héldi kannski að hann hefði freistast til að beita byssunni í friðlandinu. Það mun þó hafa verið á misskilningi byggt, enda sá ég ekki betur en að Gummi ætti þarna einlægum vinum að mæta. Það leyndi sér ekki í viðmóti heimafólks. En selveiði og æðarvarp auk fengsællar rekaQöru voru notadrýgstu hlunnindi þessarar jarðar og af þeim sökum flaug þetta gengum hugskot mitt. Ibúðarhúsið á Dröngum var stórt og reisulegt miðað við þau húsakynni sem maður átti að venjast á þessum árum og önnur hús voru flest eftir því. Það var auðséð að þarna bjó fólk sem vildi veg sinna heimahaga sem mestan og sparaði ekkert til þess að svo mætti verða. Við félagarnir gistum þarna næturlangt í góðu yfir- læti en gengum þó í seinna lagi til náða. Húsfreyjan á bænum var mikil myndarkona, hávaxin nokkuð og svipmikil en jafnframt alúðleg og fáguð í allri framkomu. Börnum þeirra hjóna er ég að mestu búinn að gleyma en þó minnir mig að þau væru engir eftirbátar foreldranna, hávaxin, miðað við aldur og fríð sýnum en hlédræg í framkomu við ókunnuga. Ekki man ég eftir fleiri heimamönnum þarna urn þessar mundir þó að svo kunni að hafa verið og ekki varð ég var við Guðjón nokkurn Magnússon sem lengi var þar heimilismaður, hefur sennilega brugðið sér af bæ sem oft áður, lagt land undir fót, gengið á vit fjallanna frá tilbreyt- ingarlitlu hversdagslífi, ekki sagður með öllum mjalla annað slag- ið og erfitt að fá hann til að hlíta settum heimilisreglum. Atti þá til að hlaupast að heiman og fara á flakk, yfir jökul og vestur í Djúp eða út að Horni. Fjöllin, eyðislóðirnar, seiddu hann til sín annað slagið, fann þar kannski einhver óljós svör við innri óró sinni og sársauka. Sagt var að hann hefði verið talinn gott mannsefni á sínum yngri árum en orðið fyrir vonbrigðum í ástamálum og aldrei náð sér að fullu eftir þá reynslu. Og eftir höfðinglegar móttökur og draumlausa nótt kvöddum við félagarnir heimilisfólkið á Dröngum og héldum heim á leið. Eim leið og við riðum úr hlaði kom mér allt í einu í hug nafn Hallgríms Samúelssonar sem var til heimilis á Dröngum um skeið á fyrsta fjórðungi þessarar aldar, en hvarf sporlaust um hábjartan dag og hefur ekki sést síðan. Hann ætlaði að sögn að reka sauðfé 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.