Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1993, Side 94

Strandapósturinn - 01.06.1993, Side 94
Okkar kynni hófust svo með því að yngsti bróðir hans veiktist og varð að leggjast inn á sjúkrahús, en ég var fenginn til að hlaupa í skarðið fyrir hann. Hann var enn í foreldrahúsum er þetta gerðist og aðalstoð foreldranna sem farnir voru að reskjast um þessar mundir. Gamli maðurinn, faðir þeirra bræðra, var því húsbóndi minn þetta tímabil. Annars unnu þeir mest allt í félagi, feðgarnir. Okkur Gumma kom strax vel saman, það var strákur í honum eins og mér þó að hann væri talvert eldri og lífsreyndari. Mig minnir að túnslætti væri að mestu lokið þegar ég kom, því að heyskapur á engjum hófst strax fyrstu dagana sem ég var á staðnum. Graslendi er eins og áður segir ekki mikið í Þaraláturs- firði og þær litlu engjar sem finnast þar erfiðar til heyskapar. Lengst af minnir mig að við héldum til nokkuð langt frá bænum sunnan við svonefndan Óspakshöfða. Þar er nokkuð víðáttumikill hvammur, með grasivöxnum aflíðandi brekkum. Við höfðum með okkur tjald og fórum ekki heirn fyrr en vinnudegi lauk. Oftast var okkur færður matur á engjarnar, en þess í milli höfðum við eitthvað með okkur að heiman á morgnana og hituðum okkur svo kaffi eða kakó á gömlum prímusi sem við vorum með í tjald- inu. Tjaldið var að vísu ekki alveg þétt enda gamalt, en það er lakur skúti sem ekki er betri en úti segir máltækið. Uti ræddum við ekki mikið saman enda báðir uppteknir við heyskapinn, en inni í tjaldinu bar margt á góma. Gummi var fundvís á snöggu blettina í fari sumra sveitunga sinna og hafði lúmskt gaman af því að ræða um slíkt. Aldrei var hann samt illkvittinn eða úlfúðarfullur í þeirra garð en lék stundum viðbrögð þeirra og orðfæri. Fyrir kom að menn þættust verða undir í samkeppninni við Gumma, eink- um ef að hann varð á undan þeim á einhverja rekafjöruna eða aflaði meira en þeir, börmuðu sér þá rnikið fyrir klaufaskapinn og seinlætið, kenndu hvorir öðrum um mistökin og sögðu er þeir komu að landi allslausir: „Það er ekki að sökum að spyrja, Gummi þari nýbúinn að vera þarna. Hann hreinsar allt, fínkembir alveg svæðið á meðan við sofurn í bælinu. Bölvað klúður, bölvað klúð- ur.“ Ötull var þessi ungi athafnamaður við aðdrættina. Það var sama hvað hann tók sér fyrir hendur, hefði sennilega orðið stórbóndi á 92
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.