Strandapósturinn - 01.06.1993, Síða 44
Ei varfyrir ógcetni
að ég dauða þoldi.
Blökkarfatið4> bilaði.
Báran fyllti’ og hvolfdi.
Áhöfnin, sem fórst með Helluskipinu 5. apríl 1894:
1) Torfi Einarsson Sandnesi formaður, 27 ára. Hann var heit-
bundinn einni af systrum Björns Halldórssonar á Smáhömr-
um.
2) Einar Einarsson Sandnesi, bróðir Torfa, 24 ára. Ókvæntur.
3) Elías Helgason húsmaður Sandnesi, 26 ára. Kvæntur og átti
tvær dætur, sem dóu ungar.
4) Sigurður Tómasson bóndi á Bólstað í Steingrímsfirði, 38 ára.
Kvæntur og átti eina dóttur.
5) Árni Magnússon bóndi í Sunndal, 41 árs. Kvæntur og átti
þrjár dætur. Þriðja dóttirin lá í vöggu, 10 vikna gömul þegar
sjóslysið varð.
6) Guðmundur Björnsson bóndi á Bjarnarnesi, 52 ára. Tví-
kvæntur og átti tvo syni frá fyrra hjónabandi.
(Framantaldir sex menn voru allir úr Kaldrananeshreppi.)
7) Halldór Einarsson bóndi á Gilsstöðum í Selárdal, 39 ára.
Kvæntur og átti tvær dætur, sem náðu fullorðinsaldri.
8) Guðmundur Guðmundsson bóndi á Geirmundarstöðum í
Selárdal, 44 ára. Kvæntur og var faðir sex barna.
9) Jón Jónsson vinnumaður í Kálfanesi, 52 ára. Ókvæntur og
barnlaus.
(Þrír síðast taldir menn voru úr Hrófbergshreppi.)
10) Magnús Jónsson húsmaður á Gjögri í Árneshreppi, 41 árs.
Átti þrjú börn með bústýru sinni.
Ekki fundust önnur lík skipverja en þau tvö, sem Gestur á Eyjum
fann. Voru það lík þeirra Elíasar Helgasonar á Sandnesi og Hall-
dórs Einarssonar á Gilsstöðum.
4> Blökkarfat nefndist kaðallinn utanum blökkina.
42
J