Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1993, Blaðsíða 81

Strandapósturinn - 01.06.1993, Blaðsíða 81
Frá Bassastöðum var haldið um tíuleytið sem leið lá upp á Bjarnarfjarðarháls þar sem aðalvegurinn var kvaddur og nú átti fyrir alvöru að reyna á þol jeppans og hæfileika ökumannsins. Þarna tók við smalaslóði sem Bjarnfirðingar höfðu rutt upp eftir hálsinum með jarðýtu. Jeppinn hossaðist eftir slóðanum svo langt sem hann náði en að honum loknum tók við harðfenni sem reyndist eins og fínasta malbik. En malbikið tók enda og eftir því sem ofar dró varð meira um snjó sem hélt jeppanum illa uppi enda á brattann að sækja. Eftir því sem heiðin nálgaðist fór ég að fmna fyrir kvíða og ónotum í maganum — sjálfsöryggið dvínaði óðfluga. Þarna upp hafði ég aldrei komið og þekkti ekkert til nema af afspurn og „meðalaferðasögum“ af ýmsum mönnurn sem tóku að sér að sækja lyf fyrir veikt fólk þegar á þurfti að halda og mikið lá við. Að skipuleggja ferðina í notalegri stofu í Reykjavík var bara allt annað en að standa frammi fyrir ókunnum aðstæð- urn, illa búinn og með sjálfstraust sem snögglega laumaðist í burtu. Mikið var ég (og raunar við allir) fegnir að sjá þá Pál birtast allt í einu, en hann liafði verið það fljótur í förum að við vorum ekki enn komnir upp á háheiðina þegar við mættumst. Páli var innilega fagnað og tók hann við leiðsögninni það sem eftir var. Páll var gjörkunnugur heiðinni, þekkti öll kennileiti og vissi ná- kvæmlega hvar best var að fara og var því betri en nokkur lóran semjeppamenn nútímans styðjast við. Auk þess var Páll af holdi og blóði, fróður og skemmtilegur. Síðasti spölurinn upp var bratt- ur og erfiður, jeppinn sökk dýpra og dýpra í snjóinn í stað þess að fljóta ofan á eins og gert hafði verið ráð fyrir í stofunni í Reykjavík. Þrátt fyrir mótmæli var ekki um annað að ræða í stöðunni en senda félagana út með farangurinn á bakinu, og skyldu þeir ganga upp síðustu brekkuna til þess að létta jeppann. Þarna var gott að vera bílstjórinn. Eftir þessa ráðstöfun silaðist jeppinn upp með erfiðismunum. Það rná segja að þeir félagar hafi gengið meira og minna alla leiðina, með nokkrum hvíldum þó og án farangurs. Leiðin bauð svo sannarlega ekki upp á fullhlaðinn jeppa, þó góður væri. A heiðinni var veðrið nokkuð gott, norðaustan 3—5 vindstig, vel bjart en gekk á með dimmum éljum. Stefnan var nú tekin á 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.