Strandapósturinn - 01.06.1993, Side 49
Magnús Jónsson, Hvalsá
í Kirkjubólshreppi.
fimmhundruð metra leið að svonefndum Hjöllum, þar sem tveir
bátar stóðu uppi í nausti, njörvaðir niður með böndum og reka-
viði eins og frá þeim bafði verið gengið til að standast stórviðri
vetrarins. Annar þeirra var sexæringur, stór og þungur, en hinn
lítil skekta, sem meðfærilegri var þessu liði og fljótteknari, enda
varð bún fyrir valinu og mátti þó ekki minni vera til að koma að
gagni sem björgunarbátur. Nú var margt gert í senn, bönd losuð,
viðum rutt af bátnum og neglan slegin í sæti sitt. Ennþá sást til
Magnúsar og þótt ótrúlegt væri virtist hann sitja áfram á hestin-
urn, en það hlaut að verða sífellt örðugra fyrir hann eftir því sem
lengra dró frá landi og öldugangurinn óx úr smásævi í krappa
vindbáru. Nú mátti engan tíma missa, því að hver mínúta var
dýrmæt. En báturinn var enn ekki laus. Fangalínan var rígbundin
við festingu þannig að ekkert áhlaupaverk var að leysa hana. „Nú
væri gott að hafa hníf‘, sagði einhver. „Hann er hér“, gall Kristín
við og rétti frarn hnífinn sinn góða. Honum var óðara brugðið á
festina og jafnskjótt var bátnum rennt á flot og hafinn lífróður frá
landi. Og hafi nokkurn tíma verið spyrnt fast í þóftu og tekið
hraustlega í ár þá var það á þeirri árdegisstund þegar Heydalsár-
rnenn freistuðu þess að bjarga Hvalsárbóndanum, sem rak á
hryssu sinni út á Steingrímsfjörð á vit dauðans. Bátskelin þaut
áfrarn undan veðrinu í áttina til mannsins, sem veltist á hestinum í
öldurótinu. Fólkið í landi fylgdist með atburðarásinni af mikilli
eftirvæntingu með hljóðum fyrirbænum og smámsaman tóku
47