Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1993, Blaðsíða 108

Strandapósturinn - 01.06.1993, Blaðsíða 108
Enn var að heita mátti logn þótt aldan færi vaxandi og tunglið sem áður óð í skýjum var smátt og smátt að hyljast gráblárri móðu, sem varpaði einkennilegri nákaldri slikju á hafflötinn umhverfis fleyt- una okkar. Og allt í einu fannst mér hún svo smá og umkomulaus í allri þessari ógnar víðáttu. Brimniðurinn frá ströndinni lét illa í eyrum, hann minnti mig á skriðuföll. Og þarna úti í nóttinni var núpurinn hans Eiríks bónda eins og einhver furðuskepna liggj- andi fram á lappir sínar, augljóslega undir það búin að fá sér ærlegt fótabað í næsta norðan áhlaupi. Einhvers staðar þarna uppi í kolsvörtum hamraveggnum átti að vera lítil silla eða hola í bergið og til er sögn um það, að þar hafi Eyvindur Jónsson, útilegumaðurinn frægi, hafst við um tíma. Ekki hefur það nú verið vistlegur dvalarstaður. En hvað máttu ekki olnbogabörn þjóðfélagsins þola í þá daga. Gissur þræddi hægt og sígandi fyrir Núpinn, allt of hægt, að mér fannst, en Gumma fannst þetta ganga vonum fremur, enda sjómaður af lífi og sál. Mér fannst hann ekki hafa neinar áhyggjur af óveðursbakkanum sem fór nú ört hækkandi fyrir utan okkur á flóanum. Hann horfði út í myrkrið einbeittur og óttalaus á svip- inn, virtist þó fylgjast með hverri hreyfingu fleytunnar og finna hvað henni og jafnvel hafinu leið. Og þrátt fyrir ugg minn og ónóga sjómannsreynslu varð ég ósjálfrátt öruggari í návist hans. Nokkru síðar renndum við framhjá Selskerjum sem liggja utar- lega á Reykjarfirði og á því hamaðist úthafsaldan hlífðarlaust og hæstu bárufaldarnir brustu skammt frá okkur. Gummi, sem var venju fremur fáorður þetta kvöld, leit til mín og sagði: „Það er hár á þeim barmurinn þessum og ekki ófagur, ef maður kemur ekki of nærri þeim þegar þær eru í þessum ham.“ Eg leit við honum án þess að brosa og hugsaði: „Er honum nú ekki farið að standa á sama um útlitið, kominn einhver beygur í hann eins og mig, þótt hann reyni að láta sem minnst á því bera.“ Honum stökk ekki bros en horfði fast á Þaralátursnesið sem nú blasti við okkur með sinn langa skerjagarð þar sem hvítir brimskaflar hófust og hnigu á víxl og mynduðu nær fellt óslitið hvítfyssandi brot frá landi og það sem augað eygði til hafs. Þegar við komum að nesinu létti Gummi á vélinni um stund og andæfði upp í vindinn sem enn var þó lítið i06
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.