Strandapósturinn - 01.06.1993, Qupperneq 43
Steingrímsfirði var einnig fimmta skipið, Kringlan, eign Björns
Halldórssonar bónda á Smáhömrum. Kringlan var sexæringur og
minnst þessara skipa, en henni stjórnaði einn slyngasti sjómaður-
inn á þessurn slóðum, Jón Guðmundsson bóndi í Þorpum, svili og
nágranni eigandans. Oll þessi skip voru enn úti á miðunum þegar
sunnan rok skall á, að rnorgni dags þann 5. apríl.
Guðbjörg Jónsdóttir rithöfundur á Broddanesi lýsir vel í bók
sinni, Gömlurn glæðum, þeirn kvíða, sem þá greip um sig meðal
þeirra, er áttu ættingja og ástvini varnarlausa á bátskeljum í
særoki og hafróti Húnaflóans. Einkum voru menn hræddir um
litla skipið, Kringluna frá Smáhömrum, en flestir töldu Hellu-
kassanum vel borgið, enda bar hann mikið af sökurn stærðar
sinnar. Þetta var fyrir daga landsímans og biðu menn því milli
vonar og ótta dægrurn saman frétta um afdrif hákarlaskipanna.
Loks kom hið sanna í ljós. Ofviðrið stóð aðeins skamma hríð, því
slotaði síðdegis jafn skyndilega og það hafði skollið á, og höfðu öll
skipin staðið það af sér nema Hellukassinn. Hann einn reyndi
landsiglingu, en fórst á leiðinni. Getgátur voru uppi um það, að
legufæri skipsins hafi slitnað og þá hafi ekki verið um annað að
gera en hleypa undan veðrinu með rifuðum seglum. Alltént var
talað um, að sjómenn á hinum skipunum hefðu séð Hellukassann
sigla áleiðis til lands. En skipið hvarf þeirn fljótlega sjónum út í
sortann. Fyrir tilviljun fann Gestur Loftsson á Eyjurn Helluskipið
á hvolfi að kvöldi þessa sama dags. Þegar lygndi hugðist hann færa
sig lengra út á flóann og reyna þar fyrir hákarl. Þá varð skipið á
leið þeirra og einnig fundu þeir tvö lík á floti. Breyttu þeir Gestur
þá áætlun sinni og héldu heimleiðis að Eyjurn með líkin. Á ferð
sinni inn flóann komu þeir við á Gjögri og fluttu mönnurn þessa
harmafregn. Skipinu sá Gestur sér ekki fært að bjarga. Það liðaðist
í sundur og rak hluta úr flakinu nokkru síðar á Bræðrabrekku í
Bitrufirði. Eins og að líkum lætur var rnikið rætt um þetta sviplega
sjóslys. Heyrðust þá raddir um, að formaðurinn hefði e.t.v. ekki
sýnt næga fyrirhyggju eða rétt viðbrögð í ofviðrinu, sem grandaði
þeirn félögum. En þær raddir þögnuðu þegar kornungan mann á
Selströndinni dreymdi nokkrum árum síðar, að Torfi Einarsson
kærni til hans og kvæði þessa vísu:
41