Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1993, Side 99

Strandapósturinn - 01.06.1993, Side 99
af skoti, þó ekki væri nema til að ná sér í nokkra fugla. En þeir voru líka friðaðir og undu sér vel í þessum þrönga firði. Fuglinn var svo spakur að maður gat næstum því gengið fast að honum, þar sem hann spókaði sig í fjörunni eða lónaði eftir æti í flæðar- málinu og úið hans rann saman við öldugjálfrið og lækjarniðinn. Eg átti annað slagið í hálfgerðum vandræðum með að halda mér vakandi á hestinum í þessari undarlegu kyrrð. Hún verkaði á mig eins og einhvers konar dáleiðsla og hvað eftir annað atti ég klárn- um út í hálfgerðar ófærur. I grennd við fjörð þennan eru nokkur örnefni sem gætu bent til þess að þar hafi menn hafst við á öldum áður, en í firðinum sjálfum fundum við engin merki um manna- bústaði. Þar er í rauninni ekkert undirlendi, brattar og skriður- unnar hlíðar til beggja handa og graslendi því nær ekkert nema þá til beitar. Þó sá ég ekki mikið af sauðfé á þessum slóðum. Selir og flðurfé virtust vera einu áberandi lífverurnar sem þrifust þarna. Við félagarnir létum hestana bara fara fetið inn með strönd- inni, enda vegurinn, eða réttara sagt götuslóðinn ekki neinn skeiðvöllur. Veðrið var fagurt, logn um allan sjó og sól í heiði. Það var eins og við værum nýkomnir af hafi og leituðum landnáms á þessum slóðum. Allt var svo hreint og ósnortið, næstum því alveg eins og það var í árdaga. Og ekki veit ég hvernig á því stóð, en ég kunni svo vel við mig þarna, fannst svipmót landsins færa mér eitthvað sem ég gæti unað mér við og brotið heilann um löngu eftir að það væri horfið úr augsýn. Og nú fórum við örugglega um Hjarandaskarð. Við komum til Skjaldabjarnarvíkur um hádegi en fórum þar fyrir ofan garð og námum ekki staðar fyrr en í Reykjar- firði. Þar þáðum við veitingar og ræddum málin eins og á austur- leiðinni. Gummi hafði gott lag á því að gæða frásagnir sínar lífi og lit, og ekki skorti hann orðaforða. Það var lélegt efni sem ekki gat orðið skemmtilegt í meðförum hans, þegar þannig lá á honum. Við komum heim í Þaralátursfjörð um það leyti sem rökkrið færðist yfir og þar beið félaga míns unga konan hans og fyrsta barnið þeirra, en mín beið góður matur og kærkomin hvíld. En þetta sama kvöld fór ég aftur að hugsa um hann Hallgrím, unga manninn sem hvarf frá Dröngum og reyna eins og mér var framast unnt að ráða í afdrif hans. Ut úr þeim vangaveltum kom 97
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.