Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 17
gæðamat (% kjöts)
Sláturhús fjöldi meðalþ (kg) Úrv. DIB DIC
Borðeyri 14.347 16,14 0,1 15,2 4,0
Óspakseyri 5.013 16,37 0,9 6,8 2,2
Hólmavík 17.045 17,21 1,1 19,2 3,4
SAMTALS 36.405 16,67 0,7 15,9 3,5
Hausdð 1994 var slátrað um 1.970 kindurn færra en haustið
áður. Reyndar hefur sláturfé fækkað ár frá ári samfara miklum
samdrætti í sauðfjárframleiðslu. Þannig var slátrað 43.941 kind í
sláturhúsum sýslunnar haustið 1989, þannig að fækkun á 5 ára
tímabili nemur rúmum 17%.
Meðalfallþungi dilka var um 200 g meiri en haustið áður og
jókst raunar svipað í öllum sláturhúsunum. Þetta er mesti fall-
þungi á Ströndum síðan þessi annálaskrif hófust 1987, jafnvel sá
mesti í sögunni.
Eins og árið áður voru dilkar með feitasta móti, enda sumarið
mjög gjöfult. Reyndar fer tvennum sögum af því hversu feitir
feitu skrokkarnir eru. Flokkunin byggist nefnilega á þykkt fítu-
lagsins yfír tilteknum rifbeinum, en í reynd er enginn greinar-
munur gerður á fitu og vöðva í þessari mælingu.
Undanfarin haust hafa bændur á Ströndum selt talsvert af
líflömbum til endurnýjunar fjárstofna á riðusvæðum. Skiptar
skoðanir hafa verið um fjárhagslega hagkvæmni þessarar sölu.
Hitt er þó ljóst, að þessi sala hefur mildað áhrif framleiðslutak-
markana á afkomu ljárbúanna, þar sem salan reiknast ekki inn í
greiðslumarkið. Haustið 1994 var minna selt af líflömbum en
næstu haust á undan, eða um 1.500 lömb. Mest var selt úr Brodda-
neshreppi og Hólmavíkurhreppi.
Árið 1994 var enn þrengt að sauðíjárbændum á Ströndum með
niðurskurði greiðslumarks. Þannig mun framleiðslurétturinn
hafa minnkað um 9,2% frá árinu 1993, og á næsta ári mun réttur-
inn enn skerðast um 2,7%.
Eins og haustið áður gátu bændur gert sér einhverjar vonir um
að selja kjöt umfram greiðslumark til útflutnings með svonefnd-
15