Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 112
[sprakan] var svo nálægt að hún gleypti bara strax síldina. Svo
leggur hún á stað eins og vant er með þessum gauragangi. Eg var
með riffilgarm sem ekki stóð uppi nema hjá mér og ég segi við
Kalla að nú verði hann. Eg segi honum að fara í vasann minn og ná
í riffilskot og setja það í og nú verði hann að skjóta. Jæja, svo er
Kalli tilbúinn, búinn að setja skotið í og allt saman og svo kemur
sprakan upp. Þá heyrist riffilskot, blessaður vertu, það fór eitt-
hvað út í loftið hjá honum og gott á meðan hann drap mig ekki.
Það stóð ekki uppi hjá honum riffillinn. Hann sagði að svona
helvítis verkfæri þyrfti ekki að vera að fá sér. Hann sagðist heldur
vilja skipti, þó að hann skyldi draga sprökuna. Já, já, ég sagði að
það væri í lagi. Svo gerði hann það náttúrulega og ég skaut hana í
hnakkann, þá eru þær steindauðar alveg. Já það er voða gott að
skjóta sprökur. Jæja, svo segir Kalli, Jæja, nú ætla ég að fara og
athuga hvort ég fæ ekki spröku", og stígur út í bátinn hjá sér og
hann ætlar að fara að renna færinu. Viti menn það er ekki sproti
eftir, það er ekki sproti eftir af færinu hans. (Axel hlær og fær sér í
nefið) Það fór nú svona, hann athugaði ekkert um það, hugsaði
ekkert út í það.
Tófan, silungurinn, grásleppa og náttúruvernd
Tófur hef ég skotið margar og það er nú eiginlega ekki nema
eitt sem ég get sagt um það. Þá fór ég venjulega hér út á Reykjar-
nesbjörg, ég hef fengið flestar mínar tófur þar. Svo einu sinni þá
skal ég segja þér hérna, þær voru nú oft venjulega inni, það er
þarna grjóturð, ég hafði það nú venjulega að fæla þær út, ein-
hvern veginn lagað. Ég fór nú stundum heim og sótti við og fældi
þær út ef þær vildu ekki fara með öðru móti, kveikti í. Þá hlupu
þær út, en það voru margar útgöngur hjá þeim, það er ekki svo
gott, þægilegt að sjá hvar þær myndi koma út. Svo er það að það
stekkur út tófa sko, hvít og ég var ekki nógu fljótur, hún fór undir
eins í hvarf. Ég rakti för hennar, það var snjór, hún fór beint svona
á Kvíasandinn sem kallaður er. Svo ég sá það þegar ég kom þarna
á flugvöllinn, að það þýddi ekkert að vera hugsa upp á hana
meira. En pabbi var búinn að biðja mig að fara fyrir sig í vitann
110