Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 36
árið 1706 af sýslumanninum, Jóni Magnússyni, og sögð byrjuð 6.
september og síðan undirrituð 12. sama mánaðar af Sveini Jóns-
syni Krossnesi, Brandi Jónssyni Finnbogastöðum, Jóni Magnús-
syni Reykjanesi, Jóni Sigmundssyni Veiðileysu og Jóni Einarssyni
Gjögri. [Um heimili þeirra sem undirrituðu bókina er farið eftir
ritinu „Strandamenn" sem sr. Jón Guðnason tók saman og gaf út
1955].
í hreppnum eru talin 29 býli [með býlum eru taldar í sviga ( )
hjáleigur, sem voru í byggð]: Skialldabiarnavijk, Drángar,
Drángavijk, Eingianes, Ófeigsfíprdur, Selianes, Ingolfs fiördur,
Eyre, Munadarnes, Fell nirdra, Fell Innra, Krossnes, Nordur-
fiördur, Melar, (Hlijdarhus - hjáleiga —), Aarnes, Bær, Fimm-
bogastader, Aavijk stærre, Aavijk minne, Reikianes, Giógur, Kies-
vogur, Naustvijkur, Reikiarfíprdur, Kiós, Kambur, Weideisa
(Veideleisa), Birgisvijk, Kolbeinsvijk.
A Gjögri eru taldar 8 „vermannabúðir“: Þórðarbúð, Andresar-
búð, Búð Sr. Bjarna, Búð Einars Magnússonar, Búð Einars Páls-
sonar, Sigurðarbúð, Björnsbúð og Jónsbúð.
I hreppnum eru talin eftirfarandi eyðibýli (í sviga er nafn þess
bæjar þar sem eyðibýlið er): Skaufasel (Skjaldabjarnavík), Kráku-
tun (Drangar), Strandatun og Óskastader (Ófeigsfjörður), Þóru-
stader (Ingólfsfjörður), Midhus og Eydishus (Munaðarnes),
Steintun (Krossnes), Litlanes (Finnbogastaðir), Halldórstader og
Hraunstun (Kambur) og Krákutun (Veiðileysa).
Þegarjarðabókin er skráð er búið á 25 býlum. 5 býli: Drangavík,
Eingjanes, Ófeigsfjörður, Seljanes og Fell innra, voru í eyði, en ein
hjáleiga byggð. Tvíbýli hefur verið á 10 bæjum: Ingólfsfírði,
Krossnesi, Melum, Bæ, Finnbogastöðum, Stærri-Avík, Kjörvogi,
Reykjarfirði, Kjós og Kambi, en þríbýli á Munaðarnesi. Heimilin
hafa samkvæmt þessu verið 37. Á þessum 37 heimilum er talið að
búi 227 manns. Það hafa því verið 9,1 einstaklingur að meðaltali á
hverjum bæ, eir á hverju heimili 6,1. Fjölmennast var á Munaðar-
nesi, Krossnesi og Finnbogastöðum 18 manns á hverjum bæ.
Jarðardýrleiki í öllum hreppnum er skv. Jarðabókinni talinn
332 hundruð. Hæst er Munaðarnes, metið á 30 hundruð.
Skráningu á bústofni er þannig háttað að nautgripum er skipt
34