Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 50
komið. Ég ætla strax að taka það fram, að Óli var einhver sú mesta
hamhleypa til verka sem ég hefi kynnst. — Hann fékk okkur þrjá,
Pétur, Berg og mig2) með sér á áttræðingnum (inn í Trékyllisvík)
að sækja kærustuna, sem þá var nýbúin að eignast dóttur. Val-
gerður var nýstigin á fætur þegar við komum frameftir. Létu þau
skíra barnið daginn eftir, áður en lagt var af stað norður, en þá var
laugardagur fyrir hvítasunnu. — Veður var gott, dálítið hvass
vestan en mjög hlýtt. Óli fór með konu og barn á hestum norður
að Munaðarnesi (og beið okkar þar). Við urðum að lenda á Felli og
bíða eftir að vindinn lægði, svo að við komum ekki að Munaðar-
nesi fyrr en um miðnætti og voru þá mæðgurnar komnar í værð,
löngu háttaðar.
Snemma um morguninn á hvítasunnudag var lagt af stað í
indælu veðri og var nú þröngt í skipinu, því að stærðar belja var
líka með. Allt gekk samt vel og vorum við komin að Dröngum um
klukkan 11 f.h. — Þar semveðurvarsvoeinsýnteinsogverið getur
á vordegi þá varð það úr, að blessuð hjónaefnin héldu með okkur
hátíðina þennan dag. Gerðum við öll eins og við gátum til að
gleðja og hressa ungu konuna, sem nýkomin var í sveitina eftir
margra ára dvöl æskuára sinna á Isafirði, — og nú þarna komin
með nýfædda dóttur norður á Strandir til allra ókunnugra í
hrundan bæ á sveitarenda.-------
Við fórum seint um kvöldið norður í sömu blíðunni og Anna
systir mín með okkur. — Hjónin í Skjaldabjarnarvík, Anna Jónas-
dóttir og Guðjón Kristjánsson komu niður á kletta og fórum við
allir með þeim heim að bænum, því við biðum (með að afferma)
eftir aðfalli, nema beljuna tókum við strax (í land).
Þegar við nálguðumst híbýli hjónaefnanna þá spurði Valgerð-
ur: „Hvar er bærinn okkar?“
Óli hló við og benti á moldargöngin. „Hann er nú þetta, elskan
mín“. „Guð hjálpi mér“, stundi Valgerður þá upp og hné grátandi
niður á þúfu. „Þú verður hjá mér í nótt“ sagði þá Anna frænka
hressilega og svo leiddu þær nöfnurnar hana inn í bæ Guðjóns og
2) Pétur Friðriksson, fóstbróðir Eiríks, og Bergur var Þorbergur Samúelsson frá
Skjaldabjarnarvík, er var löngum á Dröngum. Ritnefnd.
48