Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 25
Yngsta frjálsíþróttafólkið tók að vanda þátt í Vestijarðamóti 16
ára og yngri, sem að þessu sinni var haldið á Bíldudal. Mótið var
nú haldið í sjöunda sinn, og fór Héraðssambandið Hrafnaflóki
með sigur af hólmi sem jafnan áður, en Strandamenn hrepptu
annað sætið.
Kvennalið Strandamanna í knattspyrnu tók þátt í Sillumótinu
sjöunda árið í röð og fór með sigur af hólmi. Verr gekk hjá
karlaliði Geislans, sem tók þátt í keppni í 4. deild Islandsmótsins í
knattspyrnu. Liðið tapaði hverjum leiknum á fætur öðrum og
hætti loks keppni eftir slærna útreið á Siglufirði.
Stærsti viðburður ársins á íþróttasviðinu var að sjálfsögðu
Landsmót UMFI á Laugarvatni. HSS sendi um 50 keppendur til
keppni á mótinu í frjálsum íþróttum, sundi, starfsíþróttum,
glímu, skák, bridge, æskuhlaupi og borðtennis. Bestum árangri
Strandamanna náði Bjarnheiður Fossdal, sem hafnaði í 3.-6. sæti
í starfshlaupi. HSS lenti í 19. sæti af 28 félögum á landsmóti, með
20,3 stig. Af þessu stigum fengust 16 fyrir þátttöku.
Höskuldur B. Erlingsson og Guðbjörg Hauksdóttir sigruðu í
fullorðinsflokkum á borðtennismóti HSS, sem haldið var á
Hólmavík í niars, en þau sigruðu einnig á mótinu árið áður. Þá var
körfuboltamót HSS haldið í fyrsta sinn í nýja íþróttahúsinu á
Hólmavík 28,—30. mars. I úrslitaleik mótsins sigraði lið Neista á
Drangsnesi lið Geislans frá Hólmavík með 40 stigum gegn 32. Lið
Geislans sigraði í bikarkeppni HSS í knattspyrnu kvenna og karla,
og einnig á pollamótinu í knattspyrnu. Þar var sigurinn einkar
öruggur, en liðið skoraði 80 mörk í keppninni og fékk á sig 3. Lið
Geislans tók þátt í pollamóti 6. flokks í Garðinum fyrr um sumar-
ið, stóð sig með prýði og var valið prúðasta lið mótsins. Þá náði
liðið 3. sætinu á Essóskálamóti á Blönduósi.
Lið Sundfélagsins Grettis varð stigahæst á sundmóti HSS, Geisl-
inn sigraði í stigakeppni héraðsmóts, en lið Neista varð hlutskarp-
ast á barnamótinu í frjálsum íþróttum.
Ekkert Strandamet féll á árinu í fullorðinsflokkum frjálsra
íþrótta.
49. ársþing Héraðssambands Strandamanna var haldið í Árnesi
í Trékyllisvík 4. september. Þar tók Vignir Örn Pálsson á Grund í
23