Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 103
þegar lík hennar fannst, var það aðeins um hálfan kílómetra frá
bænum. Var það uppi í svokölluðu Nónskarði.
Frostharka fylgdi hreti þessu. Því var lík Helgu gaddfreðið,
þegar það fannst. Það var svo vitanlega flutt heim til bæjar og lagt
á fjalir í útihúsi, þar sem það skyldi standa uppi. Reyndist mönn-
unum, sem með það komu í hús, erfitt að leggja það í réttar
stellingar á ijölunum, vegna frerans. Þegar þeir svo síðar komu til
að gera líkinu til góða og búa um það, var frostið farið úr því að
mestu. Þá brá þeirn heldur betur við. Líkið hafði hreyft sig einhver
ósköp og skipt um stellingar á fjölunum. Það hafði hreyft sig, frá
því er það var fyrst lagt á fjalirnar. Það gátu þeir best borið, er
komið höfðu með það.
Þetta varð orsök þess að allir voru sannfærðir um að Helga væri
gengin aftur. Allt frá þeim tíma var svo draugnum gefið nafn og
kallaður Sunndals-Helga. A hún að liafa fylgt fólki af þeirri ætt er
þá bjó í Sunndal og valdið margskonar óskunda sem fylgja á
undan því fólki. Þannig var henni lengi kennt allt það, sem ekki
var fullkomlega útskýranlegt, en kom fyrir í einhverjum tengslum
eða nálægð við þetta fólk.
Frásögn þessi er samin eftir samtölum og uppriíjun á munn-
legri geymd sögunnar meðal fólks, sem býr og hefir búið í Bjarn-
arfirði og í nærliggjandi sveitum. Eru að henni um það bil einn
tugur heimildarmanna. Hefí ég skrifað atriðin hjá mér eftir frá-
sögn hvers og eins og síðan reynt að draga saman aðalatriðin. Hér
hefir öllum draugasögum verið sleppt, þar sem efnið hefir verið
um spjöll og skemmdir af völdum Sunndals-Helgu. En væri það
allt satt og rétt, hefir hún verið rnjög sterkur draugur um tíma.
Ekki hefir mér tekist að finna neinar prentaðar heimildir, en þætti
vænt um ábendingar, séu þær til.
Laugarhóli þann 17. apríl 1994
101