Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 97
Böðvar Guðlaugsson:
„Mér hefur hlýnað
mest á því...“
Ég hef oft velt því fyrir mér hvort á bernskuheimili mínu,
Kolbeinsá í Hrútafírði, hafí verið til meira safn kvæðabóka en
almennt gerðist í þeirri sveit á þeim tíma. Sem krakki man ég
greinilega eftir ljóðmælum eftirtaldra skálda: Jóns Þorlákssonar,
Jónasar Hallgrímssonar, Steingríms Thorsteinssonar, Hannesar
Hafstein, Þorsteins Erlingssonar, Kristjáns Fjallaskálds, Páls
Ólafssonar, Guðmundar Guðmundssonar skólaskálds, Þorsteins
Gíslasonar og Sigurðar Jnlíusar Jóhannessonar.
Ég man að mamma átti Passíusálmana og ljóðmæli Kristjáns
Fjallaskálds, hvorttveggja í samskonar bandi, og hafði Þorvaldur
Jóhannesson í Skálholtsvík bundið báðar þessar bækur inn, ef ég
man rétt. Þótt ótrúlegt sé, þá man ég ekki til að hafa barið augum
ljóðmæli Matthíasar, Einars Benediktssonar eða Stephans G.
Stephanssonar á bernskuárum mínum. Vel má þó vera að þau
hafi verið til á einhverju heimilinu, en ég sem krakki lítt kunnað að
meta skáldskap Eihars Ben og Stephans. Ég tel víst, án þess þó að
ég viti sönnur á því, að sumar framangreindra kvæðabóka hafi
móðurafi minn, Ólafur Björnsson átt, en hann dó árið 1924 þegar
ég var tveggja ára.
Þess er skylt að geta hér að á bernskuárum mínum var margbýli
á Kolbeinsá og áðurnefndar kvæðabækur tilheyrðu fleirum en
einu heimili. Einnig hlýt ég að játa að ég hef enga hugmynd um
hvort svona fjölbreytt safn ljóðmæla var til á mörgum bæjum. Ég
geri þó ráð fyrir að t.d. á Prestsbakka, hjá hinum kunna bóka- og
fræðimanni, séra Jóni Guðnasyni, haft verið til margt bóka af
ýmsu tæi.
Af framansögðu má ljóst vera að ég hef strax á barnsaldri
fengið nasasjón af bundnu máli. Foreldrar mínir voru báðir ljóð-
95