Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 146
ið og reifaði. Var það sveinbarn. Þakkaði konan henni fyrir hjálp-
ina. Svo fylgdi maðurinn henni heim aftur og þóttist hún fara upp
í rúm sitt og sofna. Urn morguninn er hún vaknaði var hún í
sokkunum og með sokkabandið á öðrum fætinum, en hafði þó
farið úr báðum urn kvöldið.
Um sama leyti árið eftir dreymdi hana að sarni maður kæmi til
sín og beiddi hana að hjálpa konu sinni. Fara þau nú sömu leið og
fyrri, koma að bænum og ganga inn. Sér hún nú konuna og
telpuna og svo drenginn. Olöf tekur nú móti barninu eins og áður
og gengur það vel. Nú var það stúlkubarn. Konan þakkar henni
hjálpina og segir að hún muni nú ekki oftar þurfa hennar hjálpar
við; en sárt þyki sér nú að vera svo fátæk að geta ekki launað henni
þetta. En það láti hún um mælt, að henni skuli heppnast vel
ljósmóðurstörf. Síðan fær hún henni flauelsborða og segir henni
að eiga. Síðan kveðjast þær og fylgir maðurinn henni heim aftur.
Hún þykist láta borðann undir kodda sinn og hátta síðan.
Morguninn eftir gætir hún undir koddann og er þar þá flauels-
borði, mjög fallegur, hún geymdi hann lengi, síðast hafði hún
hann á peysu sem hún átti og þar slitnaði hann.
Sögu þessa sagði mér stúlka, sem heyrði Ólöfu sjálfa segja frá.
Ljósið á Gjögri
Seint um haustið 1899 voru sjóróðramenn á Gjögri venjufrem-
ur seint búnir að gera að fiski og lóðum, því vel hafði aflast um
daginn.
Þá var það um það leyti er fulldimmt var orðið, að formaður
einn, Guðmundur Guðmundsson, frá Reykjanesi kom út og sá þá
ljós útmeð sjónum kippkorn fyrir utan túnið á svonefndum
Hleinarbúðum; það var á stærð við vanalegt lampaljós og færðist
með líkum hraða og gangandi maður, fyrst upp á við og beygði
svo inn með, og stefndi að sjá ofan til við Kjörvog (annar bær að
innanverðu við Gjögur). Hann veitti þessu ekki nákvæmari eftir-
tekt og fór inn án þess að geta um það við aðra, því hann hugsaði
að þetta væri einhver frá næstu bæjurn með lukt að svipast eftir
kindum.
144