Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 105
Axel Thorarensen á Gjögri. Ljósm. Vilmundur Hansen.
Valdimar dó nú fyrir tveimur árum. Hann átti heima hérna og var
faðir hans Adolfs flugvallarstjóra. Og svo átti ég systur Svönu,
Olgu, Kamilu og Ester. Pabbi var danskur í aðra ættina og talaði
dönskuna alveg eins og íslensku, því Jakob afi minn talaði alltaf
dönsku við krakkana, ja og þau voru alveg jafn fær í dönsku eins
og íslensku.
Eg hef eignast hátt upp í þó nokkuð af börnum með Agnesi
Gísladóttur konunni minni heitinni, alls níu. Þau eru Óli, Jakob,
Jóhanna, Steinunn, Ölver, Olga, Kamila, Elva og eitt dó á fyrsta
ári. Ölver dó úr helvítis krabbanum. Já svo er orðið mikið af
barnabörnum, blessaður vertu, sægur orðinn. Já og barnabarna-
börnum. Er orðinn langalanga afi meira að segja, ég held það. Eg
held að barnabörnin séu eitthvað yfir þrjátíu. Þau koma nú alltaf
hingað á surnrin. Eg hef svo verið að kenna þeim að verka sel-
skinn. Eg hef verkað fleiri hundruð skinn yfir ævina, en ég kann
ekki að flá þá með hreifunum. Það er voðalegur vandi og það hef
ég aldrei gert, sko. Þetta er allt annað en að flá tófu, sko. Þar eru
fláðar klærnar og allt sarnan, sko, og rninka jafnvel. En með sel er
það allt verra sko. (Fær sér í nefið).
103