Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 75
fólki? Hvers vegna gat hann ekki umgengist annað fólk á eðlileg-
an hátt? Hafði lífið virkilega leikið hann svona grátt? Ég veit ekki
hvað það var sem kom yfir mig og hefur fylgt mér síðan, en mér
fannst allt í einu að þessi einmanna maður þyrfti að fá að öskra,
öskra þangað til fjöllin hryndu yfir allt hið illa í þessum harða
heirni. Barnalegt kannski, eða hvað?
Ég sé Gauja enn fyrir mér, hvar hann rölti inn túnið á leið frá
bænum heirna, yfir árgilið, frarn hjá hlöðunum, sem hann notaði
stundum fyrir náttstað, upp á Sjónarholtið, hverfa þar inn í fjöllin
og gleymast flestum fljótt og vel. Og enn í dag blasir stundum við
mér vonleysið í augum þessa ógæfusama huldumanns. Lengstan
hluta ævinnar hefur Gauji sennilega hafst við hjá Eiríki bónda á
Dröngum, en urn það leyti sem Eiríkur hætti búskap fluttist Gauji
austur að Stóru-Avík. Hve lengi hann lifði eftir það er mér ekki
ljóst, en þar yfirgaf hann þennan heim, að því er kirkjubækur
herma, áreiðanlega saddur lífdaga. Þessi einfari, sem á unglings-
árum las stjörnufræði, málaði landslagsmyndir og fékkst við
skriftir tímum sarnan ef færi gafst, hvílir nú undir löngu grónu
leiði einhvers staðar í Arneskirkjugarði. Mér finnst þó að hann
hefði fremur kosið að bera beinin utan alfaraleiðar, eða í litlu
vinalegu víkinni, þar sem aldna kempan, faðir hans, réðst illa
vopnum búinn gegn óargadýrinu forðum og draumar sonarins
unga um stjörnufræðina fæddust en dóu svo nokkru síðar af
óljósum ástæðunr og skildu hann eftir að hluta til utan við heim-
inn.
73