Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 49
bragðaði aðeins á víni, en aldrei svo að hann fyndi á sér. En Ásgeir
blessaður karlinn var vel hýr og skemmtilegur að venju ...
Hvar er bœrinn okkar ?
Endurminning frá árinu 1911
... Eg hefi í þessurn endurminningum mínum reynt að taka
atburðarásina í réttri tímaröð, en sé nú að ég hef gleymt að geta
um nýtt fólk, sem kom þetta vor á jarðarhelminginn í Skjalda-
bjarnarvík, er fór í eyði árið áður. — Þetta vor, 1911, flutti ungt
kærustupar á jörðina, þ.e.a.s. hálfa. Það voru Óli Halldórsson
frændi minn og Valgerður Guðnadóttir ættuð úr Breiðafirði, stór
og glæsileg kona og hann þróttmikill dugnaðarmaður. Eg á senni-
lega oft eftir að geta þessara hjóna, sem nú eru dáin fyrir all
mörgum árum. Valgerður var búin að vera eitt ár í sveitinni, fór
ráðskona til Óla, sem hafði þá að ég held hálfa jörðina Bæ í
Trékyllisvík á leigu. Eftir þetta eina ár var honum sagt upp ábúð-
inni og fékk hann þá Skjaldarvíkina. Hús voru rnjög fallin nema
sjálf baðstofan var nýbyggð áður en Samúel lést,1’ en frambærinn
var fallinn og ekki hægt að komast inn í baðstofuna nema gegnurn
moldargöng inn að stiga. Óli fór fyrst með kindurnar, sem voru að
byrja að bera, og gekk það ágætlega, því eins og venja var hjálpuðu
allir honum, hver frá sínum bæ til þess næsta. Við á Dröngum
hjálpuðum Óla síðasta áfangann og fluttum féið yfir Bjarnar-
fjörðinn. Og man ég það enn, að tvær ær báru sín hvoru megin
íjarðarins. — Óli var eina eða tvær vikur yfir fénu og hamaðist
jafnframt við að ryðja burtu moldinni úr bæjargöngunum inn að
stiganum upp í baðstofuna. Raðaði hann timbri til beggja hliða til
að halda við moldina, svo að hún hryndi ekki niður í göngin.
Annað gat hann ekki gert í bili við tóftirnar. En baðstoftina þvoði
hann alla hátt og lágt, svo að þetta var furðu gott þegar inn var
11 Samúel Hallgrímsson bjó á hálflendunni frá 1885 til æviloka 1910. J.G. Stranda-
menn.
47