Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 139
á daginn að stóra heyið í Norðdal var farið að brenna og var
raunar orðið að öskuhrúgu er að var komið. Þannig kom þetta
mikla hey engum að notum. Menn báru ekkert úr býtum fyrir allt
erfiðið og tímasóunina. Það var nú meiri skellurinn. Já, það mátti
með sanni segja, að margt fer öðruvísi en ætlað er. —
Það sem mönnum sást yfir var sú staðreynd, að þetta hey á
Norðdalnum var sérlega kraftmikið og þurfti ósvikinn þurrk til að
koma í veg fyrir að hiti myndaðist í því til skemmda. En auk þess
sem þurrkinum var ábótavant bættist það við, að grasið var
snemmslegið og því kraftmeira en ella og loks var gert það glappa-
skot að setja heyið upp í eina stóra fúlgu, sem bauð heim hættunni
á sjálfsíkveikju. —
Sem eðlilegt var þótti öllum gremjulegt að svona skyldi fara
með þessa virðingarverðu tilraun til fóðuröflunar. Eins og alltaf
er, þegar eitthvað fer úrskeiðis, þá voru hafðir uppi harðir dómar
út af þessum atburði og það jafnvel af hálfgerðum fáráðlingum.
Sagt var, að allt hefði getað farið vel ef geilar hefðu verið grafnar í
heyið þannig að hitinn fengi útrás. Vera má að það hefði getað
bjargað. En það var ekki gert og því verður ekkert fullyrt um það.
— Samúel Guðmundsson bóndi í Miðdalsgröf var aðalhvata-
maðurinn að þessari heyskaparför. Hann var vilja- og ákafamað-
ur og vildu sumir kenna honum um heyskaðann. Hann þótti
nokkuð ráðríkur og óráðþæginn gamli maðurinn. En um það ætla
ég mér ekki að dæma. En hitt er víst, að einhver óánægja varð út af
þessu sem von var og fyrirhyggjuleysi kennt um hversu illa fór.
Þarna hefðu sem sé kjánar verið að verki og holtið, þar sem heyið
var borið upp, var nefnt Fábjánaholt. En hvort það nafn er enn við
lýði veit ég ekki, eða hvort hér gildir það sama og með nöfnin á
Mórum og Skottum, þau hverfa með tímanum.
Oft er stutt á milli hallæranna og ekki voru liðin nerna tvö ár frá
Frostavetrinum þar til Fannaveturinn mikli gekk í garð. Þá um
sumarmálin 1920 sáu einhverjir Miðdælingar fram á heyskort og
gerðu út leiðangur fram á Gestsstaða-Norðdal til að freista þess að
137