Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 143
Þegar einn úr eyjunni hljóp, sem áður er lýst, valt það á skotfimi
þess sem gaf upp boltann hvernig til tækist. Líka gat sá sem gaf
upp boltann hent honum fram til samherja og gefið honum færi á
að hitta þann sem hljóp. Stundum voru tveir látnir hlaupa til að
villa fyrir þeinr sem höfðu boltann. Það gat á stundum myndast
feikileg spenna hjá liðinu sem spilaði djarft. Þá mátti heyra hróp
og köll og liðið óspart hvatt og Plássið ómaði í sterkum kór frá
þeim sem tepptir voru í eyju, þeir hrópuðu á frelsun. Tækist
skotmanninum að hitta með boltanum einhvern í hinu liðinu varð
mikill fögnuður, leikurinn snerist við og sigurvegararnir héldu
inn í borgina.
Þessi leikur skólakrakkanna á Hólmavík hefur alla tíð verið mér
í minni. Ég minnist þess ekki að annar leikur hafi verið stundaður
á þessurn tírna, enda var þetta íþrótt íþróttanna í þann tíð.
Fótboltaspark var í þá daga lítt þekkt, enda ekki venjulegt að
stelpur væru þar með í þeim leik, en þær vildum við alls ekki missa.
Þarna á Plássinu kviknaði ósjaldan eitthvað sem gekk undir
nafninu — fyrsta ástin —, einhver spenna sem sumir strákar, líka
stelpur, hefðu ekki viljað vera án. Þessi boltaleikur þarna á Pláss-
inu var ekki neitt stundarfyrirbæri, hann hafði verið leikinn í
rnörg ár, og mér er sagt að í mörg ár eftir þetta hafi þeir krakkar,
sem á eftir okkur komu, haldið áfrarn þar sem við hætturn.
Hver staður á sína sögu og það er ótrúlegt að víðar en á Plássinu
á Hólmavík hafi verið leikinn slábolti.
Eitthvað er það sem dregur börn og unglinga sarnan til leikja,
þetta er saklaus og góð skemmtun og krakkar hafa gott af að reyna
á sig og verða þreytt og sæl.
Ég hef heyrt að íbúum Hólmavíkur hafi þá fyrst fundist vorið
vera komið þegar skólakrakkarnir byrjuðu í sláboltanum, þessunt
uppáhaldsleik. Það nutu fleiri þessarar saklausu skemmtunar en
börnin. Jafnvel þeir fullorðnu litu til hans með velþóknun um leið
og þeir minntust þess að hafa einu sinni verið ung börn og haft
garnan af leikjum.
Ég er viss um, að ef ég hefði aðstöðu til að spyrja þá sem voru í
Barnaskólanum á Hólmavík á þessum áratug, hvað væri eftir-
minnilegast frá þeim árum, mundu þeir nefna sláboltann.
141