Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 42
(Stóra-Hvalsá), Kotdalabær (Hrafnadalur), Dírastader og Hlíd
(Bær), Ketseirarkot (Kjörseyri), Refstader og Tungutun (Valda-
steinsstaðir), Grænumírartunga, nafnlaust býli, Ormsbær,
Mángatóffter og Lofftshus (Melar).
Samkvæmt Jarðabókinni voru í Bæjarhreppi í byggð 19 býli. 2
eru í eyði: Skálholtsvík og Fagrabrekka og tvær hjáleigur byggðar.
Tvíbýli hefur verið á tveim bæjum: Kollsá og Fjarðarhorni. Heim-
ili hafa því verið 21. íbúar hreppsins eru taldir 113, þar af nokkrir
niðursetuómagar, en ekki verður séð hve nrargir. Á bverju beimili
hafa því verið 5,4 manns að meðaltali en á hverjum bæ 5,9. Flest
var í Bæ 11 manns.
Jarðardýrleiki allra býlanna er 380 hundruð, hæst var Bær
metinn á 48 hundruð.
Bústofn Bæhreppinga hefur verið skv. Jarðabókinni: 58 kýr, 2
naut, 6 kvígur, 7 vetrungar og 5 kálfar, alls 78 nautgripir; 902 ær,
256 sauðir, 313 veturgemlingar og 40 lömb, sauðfé alls 1.511; 46
hestar, 30 hryssur, 1 foli, 1 tryppi og 11 folöld, alls 89 hross. Að
meðaltali hefur því verið á hverju heimili 2,8 kýr (3,7 nautgripir),
43,0 ær, 12,2 sauðir, 14,9 veturgemlingar, 1,9 lömb (sauðfé alls
72,0) og 4,2 hross. Langstærsta búið er að Melunr, þar eru 7 kýr,
102 ær, 64 sauðir, 42 veturgemlingar og 13 hross.
í Bæjarhreppi „kann fóðrast“ 67 nautgripir, 1.385 sauðfé og 60
hestar.
Þegar sýslan er skoðuð í heild keniur í ljós að taldir eru 123 bæir,
þar af 12 í eyði. Búið var alls á 117 bæjum (þar af 6 hjáleigunr).
Heimili voru hinsvegar talin 143. Á þessum 143 heimilum lifðu
852 manns. Þessi nrannijöldi skiptist irrilli hreppa á eftirfarandi
hátt:
Trékyllisvíkurhreppur 227 nranns 26,6%
Kaldaðarneshreppur 191 nranns 22,5%
Staðarhreppur 128 nranns 15,0%
Tröllatunguhreppur 98 manns 11,4%
Bitruhreppur 95 nranns 11,2%
Bæjarhreppur 113 nranns 13,2%
Sanrtals í sýslunni 852 manns 100,0%
40