Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 138
var útlitið í þeim efnum með því ljótasta sem orðið hefur hér í
Kirkjubólshreppi. Flestir byrjuðu að slá á engjum, en þar var
víðast hvar lítið að hafa. Þetta grasleysi stafaði náttúrlega af þess-
um ægilegu frostum urn veturinn." Þótt vorið væri milt og hey-
skapartíð hagstæð um sumarið kom það fyrir lítið þar sem grasið
vantaði. Það voru helst mýrarsund og brokflóar sem voru ljáber-
andi, og þeir sem höfðu aðgang að slíkum slægjum stóðu mun
betur að vígi en hinir. Þar hafa þykk snjóalög dregið úr áhrifum af
þessum heljarfrostum og eins var með fjallslægjur, sem þóttu
sums staðar furðu góðar. Þá var það, að farið var af þremur
bæjum í Miðdalnum, Gestsstöðum, Tind og Miðdalsgröf til hey-
skapar frammi í Gestsstaða-Norðdal. Það er þverdalur frekar
lítill, sem byrjar þar sem Miðdalur endar. Þar hafa alltaf verið
sagðar miklar og góðar slægjur, sem stundum var gripið til meðan
túnrækt var lítil og einkum ef illa áraði. Samt var um langan veg að
fara. Raunar var þetta óraleið eðah.u.b. þriggja stunda lestagang-
ur frá Gestsstöðum aðra leiðina, og auðvitað var legið við í tjaldi
eins og þá tíðkaðist þótt um styttri leið væri að ræða. — Ekki veit ég
hve rnargir voru að heyja í Norðdal í þetta sinn, trúlega tveir eða
þrír af hverjum bæ. Þarna var svo heyjað í heila viku og var
hugmyndin að þurrka heyið og ganga frá því að öllu leyti en flytja
það heim þegar tækifæri gæfist urn veturinn. Talið var nægilegt
að fá úthey vel grasþurrt þegar því var hlaðið saman, það átti að
geta farið vel, þótt eitthvað hitnaði í því, — sögðu þeir vísu verk-
stjórar. —
Alla vikuna var blíðviðri og þar sem slægjan var góð rifu þeir
upp mikinn heyskap á fáum dögum, settu upp stóreflishey, tyrfðu
það og gengu frá því sem best þeir kunnu. Fóru svo allir ánægðir
heim eftir vel unnið starf. — — —
Þetta haust, 19f 8, fór Katla að gjósa hjá Sunnlendingum eins og
allir vita sem slitið hafa barnsskónum. En hitt vita færri, að þó
engin séu eldfjöllin á Ströndum, þá fóru samt að koma upp reykir
hér frammi á fjöllunum. Þegar að var gáð hverju þetta sætti, kom
!) Mælar sýndu dögum saman að frostið var meira en 20 gráður og því hið mesta á
öldinni. T.G.
136