Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 145
Ljótur draumur
Einu sinni var Einar sálugi Magnússon norður á Gjögri við
róðra, vildi þá formaður hans fara heim snögga ferð, en Einar
vildi helst mega vera kyrr. Morguninn sem þeir ætluðu að fara,
varpar hann mæðilega öndinni og segir: „Mig dreymdi ljótan
draurn í nótt.“ Þeir spyrja hvernig hann hafi verið. Einar er tregur
til þess og segist helst ekki vilja segja hann. Þeir verða því ákafari
að fá að heyra drauminn. Lætur hann þá til leiðast og segir: „Mig
dreymdi að við værum að halda heim á skipinu og þá hvolfdi
undir okkur og við sáum enga lífsvon. En þá sé ég hvar djöfullinn
kemur róandi á hlemmi og dró hann mig upp á hlemminn, hræið!
(Það var máltak hans) En þið drukknuðuð allir og í því vaknaði
ég.“ Ekki er þess getið hvað þeim hafi orðið að orði, en nokkuð var
það að ekkert varð af ferðinni í það sinn.
Draumur Ólafar á Hafnarhólmi
Þegar ÓlöfJörundardóttir, sem nú býr á Hafnarhólmi,1) var þar
hjá föður sínum, dreymdi hana einu sinni að hún þóttist vera í
rúmi sínu; kernur þá maður, dökkklæddur, að rúmi hennar, tekur
í hönd henni og biður hana að korna með sér. Þóttist hún vita að
þetta væri huldumaður. Hún þykist spyrja hvað hún eigi að gjöra.
Hann segir að kona sín sé lögst á sæng og geti ekki alið barnið. Ætli
hann nú að fá hana til að hjálpa henni. Ólöf þykist segja að hún
kunni ekki til slíkra hluta, en hann segir að lítils rnuni við þurfa.
Fer hún þá með honum. Þegar hún fer ofan stigann, þykir henni
faðir hennar segja: „Hver er að fara ofan, ert það þú Lóa?“ Hún
svarar því engu, og heldur áfram. Fara þau nú kippkorn írá
bænum og koma þar að kotbæ lítilfjörlegum og ganga inn. Bærinn
var ekki nema tvö hús; í fremra húsinu var unglingsstelpa við
matreiðslu, þótti Ólöfu sem það væri dóttir hjónanna. Þaðan var
svo gengið inn í baðstofuna. Þar lá kona á sæng, annað fólk sá hún
ekki. Hún hjálpaði konunni, sem gekk fæðingin vel, laugaði barn-
11 d. 1903 56 ára.
143