Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 115
Hefur þú, heyrt það þegar ég skaut fjandann, ha
Hefur þú heyrt það þegar ég skaut fjandann, ha. Eg hef verið
svona líklega innan við tvítugt, sextán, átján ára eitthvað svoleiðis.
Eg get sagt þér frá því. Mamma sáluga bannaði mér að skjóta á
sunnudaga, ég mátti aldrei hreyfa byssu á sunnudaga. Og svo var
það einu sinni sem oftar að ég fer út, út fyrir Hleinabúð sem
kallaðar eru og er að sækja rollurnar, þær voru þar. Þá er þar
kópur sem kemur alveg upp, bara upp að fótunum á mér, það var
hvíta stafandi logn. Eg gat ekki stillt mig annað en að hlaupa heim
og sæki byssuna. Og þá er kópurinn þarna ennþá og hann kemur
bara svona, það var ekki lengra en svona þrír metrar í hann. Eg
hef nú einhvern tímann skotið sel á lengra færi. Eg skaut þarna á
hann. Nú það var ekki neitt nerna bara rippið eftir höglin þar sem
hann var og hann er horfinn. Eg tel upp á það að hann hafi sokkið
eins og steinn við skotið sko. Þarna var örgrunnt og sandur og gott
að sjá. Ég veð bara, ég gat vaðið þangað fram sem hann var og
hann er ekki þar. Ég fer á bátnum, ég sæki hann og leita og leita og
ég hef ekki fundið selinn enn, ha. Það var bara verið að freista mín
ég er viss um það. (Fær sér í nefið).
En svo var það einu sinni skal ég segja þér að þá var það á
hvítasunnudag. Þá er ég hérna fyrir neðan hús og það er svona
hvíta logn, og ég er að spila á harmonikku. Ég spilaði á harmon-
ikku hér í þá daga. Þá kemur selur æðandi hérna bara alveg upp í
vog og heldur þú að mig hafi ekki langað til að skjóta, en ég stillti
mig nú í það skiptið, ha. Og veistu bara hvað, ég get svarið það ég
segi þetta satt, hann skríður upp á flúrurnar hérna sem ég hef sko
aldrei séð sel nokkurn tíma fara upp á, alla mína hundstíð sem ég
hef verið hérna. Hann liggur þarna og ég skipti mér ekkert af
honum ég lét hann eiga sig, ég lét ekki fjandann freista mín þá.
Svo líður hvítasunnan og annar í hvítasunnu líður og ekki sést
selurinn. Þriðja í hvítasunnu þá er ég að fara út í fjárhús að gefa
rollunum þá sé ég sarna selinn, þá kemur hann þarna upp fyrir
neðan fjárhúsin sko. Ég hleyp eftir byssunni og skaut hann, ha. Já
þá fékk ég hann, fyrir það þó ég hafi ekki verið að skjóta á hann á
hvítasunnudag.
113