Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 147
Litlu síðar fór annar formaður, Árni Þorsteinsson frá Reykja-
nesi, út og sá þetta sama ljós og var það þá komið nokkru innar og
hafði sömu stefnu. Hann horfði á þetta góða stund og fór svo inn
og gat um þetta, fóru þá fleiri út, en sáu ekkert framar til þess.
Veður var kyrrt og nokkur fönn á jörðu. Daginn eftir var grennsl-
ast eftir hvort nokkrir hefðu verið á ferð um kvöldið með ljós eða
lukt af næstu bæjum, en það hafði ekki verið og eins var gætt að
hvort ekki sæist braut um það svæði er ljósið fór yfir og var það
heldur ekki. Féll þó enginn snjór um nóttina.
Ég var á Gjögri þegar þetta bar við og heyrði þá báða er sáu segja
frá þessu.
Bessi
Nafnið á draug þessum er svo tilkomið eftir því sem ég hef
heyrt, að séra Hjálmar Þorsteinsson fyrrum prestur að Trölla-
tungu hafi sagt að draugurinn væri mjög líkur pilti einum er hafi
verið samtímis honum í skóla og Bessi hét, gaf hann því draugn-
um þetta nafn og hélst það við hann eftir það.
Eitt sinn dreymdi Guðrúnu, konu séra Jóns Björnssonar, sem
var aðstoðarprestur hjá föður sínum í Tröllatungu, að Bessi kæmi
að henni og segði: „Ég heiti ekki Bessi þó ég sé kallaður svo, ég
heiti Þorgrímur.“
Öðru sinni dreymdi sömu konu að Bessi kæmi og mælti fram
vísu þessa:
„Vitja ég hingað við og við
þó viti ei þið.
Hef ég löngum haft þann sið
að hafa ei bið.“
Það var einhverju sinni að séra Hjálmar var á embættisferð ofan
frá Felli, sem oftar, fygldist þá kirkjufólk með honum að Kolla-
fjarðarnesi. Þetta var að áliðnu hausti og farið að dimma af nótt.
Vegurinn er með sjó innan með Steingrímsfirði og er þar kölluð
Gálmaströnd. Langt er milli bæja og hefur mörgum þótt leiðinlegt
að vera þar á ferð eftir dagsetur, eins og vísa þessi bendir til:
145