Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1994, Side 147

Strandapósturinn - 01.06.1994, Side 147
Litlu síðar fór annar formaður, Árni Þorsteinsson frá Reykja- nesi, út og sá þetta sama ljós og var það þá komið nokkru innar og hafði sömu stefnu. Hann horfði á þetta góða stund og fór svo inn og gat um þetta, fóru þá fleiri út, en sáu ekkert framar til þess. Veður var kyrrt og nokkur fönn á jörðu. Daginn eftir var grennsl- ast eftir hvort nokkrir hefðu verið á ferð um kvöldið með ljós eða lukt af næstu bæjum, en það hafði ekki verið og eins var gætt að hvort ekki sæist braut um það svæði er ljósið fór yfir og var það heldur ekki. Féll þó enginn snjór um nóttina. Ég var á Gjögri þegar þetta bar við og heyrði þá báða er sáu segja frá þessu. Bessi Nafnið á draug þessum er svo tilkomið eftir því sem ég hef heyrt, að séra Hjálmar Þorsteinsson fyrrum prestur að Trölla- tungu hafi sagt að draugurinn væri mjög líkur pilti einum er hafi verið samtímis honum í skóla og Bessi hét, gaf hann því draugn- um þetta nafn og hélst það við hann eftir það. Eitt sinn dreymdi Guðrúnu, konu séra Jóns Björnssonar, sem var aðstoðarprestur hjá föður sínum í Tröllatungu, að Bessi kæmi að henni og segði: „Ég heiti ekki Bessi þó ég sé kallaður svo, ég heiti Þorgrímur.“ Öðru sinni dreymdi sömu konu að Bessi kæmi og mælti fram vísu þessa: „Vitja ég hingað við og við þó viti ei þið. Hef ég löngum haft þann sið að hafa ei bið.“ Það var einhverju sinni að séra Hjálmar var á embættisferð ofan frá Felli, sem oftar, fygldist þá kirkjufólk með honum að Kolla- fjarðarnesi. Þetta var að áliðnu hausti og farið að dimma af nótt. Vegurinn er með sjó innan með Steingrímsfirði og er þar kölluð Gálmaströnd. Langt er milli bæja og hefur mörgum þótt leiðinlegt að vera þar á ferð eftir dagsetur, eins og vísa þessi bendir til: 145
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.