Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 38
Tungukot og Grímsey en ein hjáleiga byggð. Tvíbýli er á 5 bæjum:
Kaldbak, Brúará, Drangsnesi, Hafnarhólmi og Bassastöðum.
Heimili hafa því verið 29. Á þessum 29 heimilum er talið að búi
192 manns. Að meðaltali eru 8,0 manns á hverju býli, en 6,6
manns á hverju heimili. Flest fólk var á Kaldrananesi 16 manns.
Jarðardýrleiki er í öllum hreppnum talinn 277 hundruð. Hæst
eru metnir Bær og Hafnarhólmur, hver á 24 hundruð.
Búfjáreign Kaldrananeshreppsbúa var sem hér segir: 72 kýr, 1
naut, 9 kvígur, 6 vetrungar og 4 kálfar, nautgripir alls 92; 629 ær,
183 sauðir, 172 veturgemlingar og 303 lömb, sauðfé alls 1.287; 21
hestur, 21 hross, 1 foli, 1 tryppi og 1 folald, alls 45 hross. Að
meðaltali eru 2,5 kýr (3,2 nautgripir), 21,7 ær, 6,3 sauðir, 5,9
veturgemlingar og 10,4 lömb (sauðfé 44,4) og 1,6 hross á hverju
heimili. Langmestur bústofn var á Kaldrananesi, 9 kýr, 51 ær, 20
sauðir, 15 veturgemlingar, 22 lömb og 6 hestar.
I Kaldaðarneshreppi „kann fóðrast“ 56 nautgripir, 653 sauðfé
og 29 hestar.
Staðarhreppur í Steingrímsfirði, sem síðar nefndist Hrófbergs-
hreppur, hefur náð frá botni Steingrímsfjarðar að Hrófá (ánni).
Jarðabókin er tekin að Hrófbergi árið 1709 af Jóni Magnússyni
sýslumanni og byrjuð 18. mars og undirrituð að Hrófbergi 21.
mars af Ásgeiri Sigurðssyni Ósi, Jóni Kolbeinssyni Hrófbergi,
Einari Péturssyni, Andrési Magnússyni Grænanesi og Árna Ólafs-
syni Skeljavík.
í hreppnum eru taldir 15 bæir: Gilstader, Geirmundarstader,
Grænanes, Stadur, (Kleppustader — hjáleiga —), Hólar, Kyrkiu-
boll, Wídevellir, Hróberg, Ós, Kalfanes, Skeliavyk, Vatnshorn,
Þidriksveller, Wijdedalsá, Hrófá.
Eftirtalin eyðibýli eru talin í Jarðabókinni: Kolbiarnarstader, og
Aratunga (Staður), Hofstader (Víðivellir), Breckutun (Ós),
Hvammshus (Kálfanes), Halldórsstader (Skeljavík), Skerpingssta-
der (Vatnshorn), Smidiuhus (Þiðriksvellir), Baugastader (Víðidal-
sá) og Skógarland og Gautastader (Hrófá).
Jarðabókin segir 15 býli í byggð. Einn bær, Geirmundarstaðir,
er í eyði og ein hjáleiga er byggð. Tvíbýli er á 3 bæjum: Hrófbergi,
Þiðriksvöllum og Víðidalsá. Heimilin hafa því verið 18. Á þessum
36