Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 37
niður í kýr, naut, kvígur, vetrunga og kálfa; sauðfé í ær, sauði,
veturgemlinga og lömb og hrossum í hesta, hross (hryssur), fola,
tryppi og folöld.
Búfjáreign Trékyllisvíkurhreppsbúa var samkvæmt Jarðabók-
inni sem hér segir: 56 kýr, 3 naut, 8 kvígur, 4 vetrungar og 2
kálfar, nautgripir alls 73; 332 ær, 147 sauðir, 60 veturgemlingar
og 18 lömb, sauðfé alls 557; 17 hestar, 9 hryssur og 1 foli, alls 27
hross. Ef notuð er meðaltalsregla [sem að vísu er mjög vafasöm í
þessu tilviki] voru á hverju heimili 1,5 kýr (2,0 nautgripir), 9,0 ær,
4,0 sauðir (sauðfé 15,1) og 0,7 hross. Flestar kýr voru í Árnesi, 6.
Ær voru flestar í Reykjarfirði 35 og sauðir á Reykjanesi 22.
En jarðabókarmenn gerðu fleira en að skrá fólksljölda, jarða-
mat, búfjáreign, hlunnindi o.s.frv. Þeir áætluðu einnig hve mik-
inn bústofn jarðirnar bæru, eða með þeirra eign orðalagi: „Þar
kann fóðrast“. Og samkvæmt því kunni fóðrast í Trékyllisvíkur-
lu'eppi 47 nautgripir, 540 sauðfé og 26 hestar.
Kaldaðarnesshreppur, sem síðar nefndist Kaldrananeshrepp-
ur hefur náð frá Skreflufjalli inn í botn Steingrímsljarðar. Jarða-
bókin er tekin í Kaldrananesi árið 1706 af sýslumanninum Jóni
Magnússyni og byrjuð 20. september og undirrituð 25. sarna
mánaðar af Höskuldi Sigmundssyni Kleifum, Snjólfi Magnússyni
Gautshamri, Jóni Magnússyni Hafnarhólmi, Arnfmni Jónssyni
Reykjarvík og Jóni Ögmundarsyni.
I hreppnum eru talin 25 býli: Kalldbak, Kleifar, Eyar, Aspar-
vijk, Bruaraa, Reikiarvijk, Asmundarnes, Kluka, Svanshóll,
Goddaler, Tungukot, Sunndalur, Skard, Kalldadarnes, (Backe —
hjáleiga —) Biarnarnes, Bær, Drángsnes, Grijmsey, Gautshamar,
Hafnarhólmur, Kleifar, Hella, Sandnes, Bassastader og Bólstad-
ur.
Á Kaldbak eru taldar tvær „verstöðvar“: Skreflur og Sauratún.
Þrjár verbúðir eru taldar: Björnsbúð, Jónsbúð og Oddsbúð.
Þá eru talin eftirfarandi eyðibýli: Aurridasel og Saudhus (Kald-
rananes), Köngustader (Bær), Svidningsvijk (Gautshamar), Reiki-
arvijk (Kleifar), Ussulustader (Hella), Örlpgstader og Hálsgata
(Bassastadir).
Samkvæmt Jarðabókinni eru í byggð 24 býli, tvö eru í eyði:
35