Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 60
fisjað saman honum Grímsa bróður. Loftsig er honum leikur
einn. Vagn vissi ekki fyrri til en festin var á enda runnin og gamli
kominn á nírætt. Bærilegur fyglingur, Grímsi bróðir. Alltaf leikur
lánið við hann Vagn.“
Mér er tjáð að Grímur hafi keypt hlut í jörðinni Höfðaströnd í
Gunnavíkurhreppi um 1932 og átt þar heima til 1959 eða í 27 ár.
Fyrstu árin mun hann hafa haldið ráðskonur af og til og sagt er að
hann hafi haft um skeið augastað á þeirri fyrstu. En hvað satt er í
því veit enginn. Menn höfðu, eða töldu sig sjá þess merki, að hann
hugsaði meira um útlit sitt og umgangsvenjur á meðan hún dvaldi
hjá honum. Eftir það vissi enginn til þess að Grímur legði hug á
hið fagra kyn og þótt hann héldi ráðskonur annað slagið virtust
þær ekki hrófla við neinu innra með honum. Næðingurinn út úr
Fjörðunum hefur sennilega feykt hans eina óljósa draumi upp í
Hrafnabjörgin ofan byggðarinnar þar sem hann að lokum fraus í
hel.
I kringum 1935 gerðist Guðrún, systir Gríms, ráðskona hjá
honum á Höfðaströnd. Þau héldu síðan saman þar til sveitin fór
alveg í eyði fO árum síðar en Sléttuhreppur. Síðustu þrjú árin
bjuggu þau svo í Grunnavík. Þegar Guðrún fluttist til bróður síns
fylgdi henni þá átta ára gömul stúlka, sem hún átti með Odd-
mundi Guðmundssyni. Friðgerður heitir hún og býr nú, að því er
ég best veit, norður á Dalvík, gift kona og samkvæmt Grunnvík-
ingabók þriggja barna móðir. Hve mörg ár Friðgerður hélt til hjá
systkinunum á Höfðaströnd veit ég ekki með vissu en sannorðir
menn hafa tjáð mér að hún hafi verið talin þar lengi til heimilis
eftir að hún fór að fara í burtu, bæði til nárns og í atvinnuleit. Sagt
er að Grími hafi þótt mjög vænt um þessa systurdóttur sína og
viljað henni vel í hvívetna, enda var stúlkan að sögn efnileg í alla
staði og sennilega hefur hún átt nokkurn þátt í því að bera ljós inn
í bæinn hjá þeim gömlu sem munu ekki alltaf hafa verið á sama
máli um hlutina, voru að því er sagt var mjög ólík í skapi en
reyndust þó öllurn vel sem hjá þeim dvöldu og óáleitin við ná-
granna sína voru þau alla tíð.
Oft ræddi Grímur um vetrarkuldann í Höfðastrandarbaðstof-
unni enda mun hún ekki hafa verið vel einangruð fremur en títt
58