Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 114
erum við með trossurnar. Jakob segir að við þurfum engan dýpt-
armæli, því ég sé með allar mishæðir og steina í hausnum og það
held ég sé nokkru leyti rétt. Eg veigra mér alltaf við að leggja mikið
af netum í maí, það er alveg hryllingur að draga mikið af netum
eftir stóran sjógarð. Auðvitað tapar maður á því oft, en maður
hefur líka grætt á því stundum. Það koma grásleppugengdir alveg
út ágúst, en stærstu gengdirnar koma fyrst. Þær koma til að
hrygna, þær fara sem búnar eru að hrygna og aðrar koma í
staðinn, það er svona misjafnt hvað þær hrygna snemma.
Mér finnst náttúruvernd vera gengin út í öfgar eiginlega, ég get
ekki fundið annað. Þó ég sé sammála ýmsu og finnst að það eigi að
vernda náttúruna. Það er til dæmis ekki fyrir Islendinga að vera
að láta aðra ráða yfir því hvernig Islendingar fara með hvalveiðar.
Islendingar hafa lengi stundað hvalveiðar og hvalastofninn hefur
alltaf verið sá sarni. Þeir hafa alltaf haft stjórn á þessu og það er
óþarfi að láta aðra fara að stjórna þeirn neitt á neinn hátt, hvað
sem aðrar þjóðir gera. Það getur vel verið náttúrulega að þeir séu
að ganga af þessu öllu dauðu. Það á nú ekki að eiga sér stað, þetta
með reknetin, ha. Það er nú bara það, það finnst mér ekki eigi að
eiga sér stað, ha. Eg hef heyrt það í fréttunum. Já, já, þetta eru
bara fleiri fleiri tugir kílómetra löng net og þarna drepst allt í,
fuglar, hvalir og allt mögulegt. Þetta finnst mér aldrei annað en að
banna það undir eins, algjörlega hreint. Selurinn [selskinnin] féll
svo í verði þegar þetta byrjaði, þau féllu bara oní ekki neitt það
þýddi ekkert að drepa sel upp á það. Það var bara ekki hægt að
selja það fyrir neitt. Þau gerðu meira en að falla í verði, það var nú
það. Þetta kom sér ógurlega illa skal ég segja þér, því það var nú
talsvert rnikið upp úr selskinnum að hafa. Ég vissi vel um það, ég
skaut svo mikið af kópum og selum og maður gat selt öll skinn
bæði stór og smá. Verðið var náttúrulega misjafnt, það var alltaf
miklu meira verð á kópaskinnum, vorskinnum. Vorkópum sko,
það fer undir eins að vera annar litur á þeirn þegar fer að koma
frarn á vetur, þá falla þau í verði.
112