Strandapósturinn - 01.06.1994, Blaðsíða 109
jafnvel meira og þar eru báðir uppi, skal ég segja þér. Ég vil ekki
skjóta meðan þeir voru báðir uppi, en svo fara þeir báðir í kaf. Svo
eftir nokkurn tíma þá kemur annar upp aftur og þá var ég ekki
lengi á mér og skaut og hann liggur, og rétt um leið sko þá kemur
hinn upp. Þá er ég búinn að setja skotið í og skaut hann líka. Og
þeir lágu þarna báðir, flutu þarna báðir. Jæja, svo sendi ég Jó-
hönnu heim til þess að biðja Valda bróðir minn að koma á trillu út
eftir, til að sækja þá. En það var álandsvindur, þegar Valdi kom á
trillunni þá voru þeir reknir upp í fjöruna undan kulinu. Þeir
sukku ekki, en af hverju sukku þeir ekki? Vegna þess að þeir voru
komnir alveg að því að kæpa. Þetta voru tvær urtur og ég get
svarið það að ég fékk fyrsta flokks skinn, bæði kópaskinnin. Ég
fékk fullt verð fyrir þau alveg eins og þeir sem voru að veiða í
lögnunum. Ja, og þarna fékk ég fjóra seli, skal ég segja þér í
tveimur skotum, segir Axel skellihlæjandi og fær sér stórt í nefið.
Sprakan
Hefur þú ekki heyrt um það þegar ég veiddi sprökuna. Það var
svoleiðis einu sinni sem oftar sem ég fór út á sjó, ég var nú alltaf á
sjó og ég fór hérna norður undir hjá vitanum. Og lá þar, maður lá
nú alltaf, það gerir það að það rak svo fljótt oft á tíðum og það var
mikið, mikið betra að liggja. Það var mikið betra að liggja þá gat
maður verið að kippa eins og það var kallað. Það að kippa er að róa
á sama stað, og svo lá ég þarna rétt fyrir framan með vitanum.
Þetta var á stríðsárunum sem þetta var, og þá var nú lítið til af
skotum og ég var ekki einu sinni byssu með mér, því það þýddi
ekkert ég hafði ekki eitt einasta skot til. Annars skaut ég þær
venjulega, það er gott að skjóta sprökur. Sérstaklega undan reki,
sko. Já, það er fínt að skjóta þær, maður skaut þær í hausinn, sko, í
hnakkann. Jæja, svo ligg ég þarna frammi á vitanum. Og ég hafði
kröku með fjórum örmum sem soðnir voru úr steyputeinum. Ég
hafði hana því hún var létt, og ég hafði steina með mér svona tvo
faðma frá krökunni, svo hún fattaði betur. Jæja, svo ligg ég þarna
skal ég segja þér, og þegar ég er búinn að draga svona líklega um
200 pund eða svo af fiski, þá kemur sprakan á, þessi stærðar
107